Tinna María Verret

Höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð

 

Mín ástríða er að hjálpa fólki að finna innri frið og geta dvalið í jafnvægi og vellíðan í sjálfum sér og sínum líkama. Ég vinn með alla verki, líkamlega jafnt sem tilfinningalega og sérhæfi mig í að vinna með taugakerfið.

Einnig vinn ég mikið með ungabörn sem eru óvær, með magakrampa, eiga erfitt með svefn, eiga erfitt með að taka brjóst osfv. Ég hef í gegnum árin ferðast mikið erlendis til að vinna við höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð og stunda nám, aðallega í USA en einnig Evrópu og held áfram að kynna mér og læra hin ýmsu meðferðar úrræði.

Ég þróaði og kenni grunnnámskeið í heilun sem er í formi helgarnámskeiðs og einnig mun ég bjóða uppá Gong bað / tónheilun hópatíma og hugleiðslukvöld hér hjá Endurheimt. Menntun og fagþekking Skráður Græðari skv lögum nr 34/2005 og reglugerðum nr. 876/2006, 877/2006 Vara formaður Cranio Sacral félags Íslands (CSFÍ) apríl 2009-2014 Upledger Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð – CST, CST2, SER1, SER2, ADV, ADV2, TBS, TIDI, CSP (sérhæft fyrir meðhöndlun á börnum), SICS (fyrir skynúrvinnslu vandamál) og CTTB1 (unnið er með glial frumur heilans og mænu til að stuða að “self-correction” í taugakerfinu). Námskeið til að meðhöndla tungu- og varahöft. Meðferðina vinn ég líka í vatni.

Fagþekking og námskeið

  • Aðstoðarkennari (TA) mörgum sinnum á CST1 , CST2, SER1,SER2 og Advanced námskeiðum í höfuðbeina og spjaldhryggmeðferðinni hjá Upledger skólanum og er enn að.
  • Barral Institute – NM1 og NM2 þarsem unnið er með taugar í líkamanum – VM1 þarsem unnið er með innri líffæri (lifur, magi, ristill osfv.)
  • Chikly Health Institute – LCFS-FM námskeið sérhæft í meðhöndlun á vefjagigt og síþreytu, B1 (Brain 1) sem er sérhæft í að vinna með hina mörgu hluta heilans, HCT1 þar sem unnið er með tilfinningarnar og tengingar til foreldra og forfeðra.
  • Heilbrigðisskólinn í Ármúla Pranic healing
  • Advanced level Arthur Findley Spiritual College
  • Hef sótt 7 námskeið þar ýmist í miðlun, trans, líkamlegum trans (physical mediumship) eða transheilun (aðallega í transheilun) Energy Intergration I, II- samþætting vinnu á líkama og orku á vegum Upledger Sálarrannsóknarskóli Reykjavíkur Þróunarhópur í Sálarrannsóknarfélagi Íslands Námskeið Blái geislinn
  • Lita/kristalla heilun Orion DNA 1-2
  • Vivienne Stibal Sidereus Energy healing námskeið (dýraheilun) MPRUE master og Grandmaster Reiki vígsla
  • Elisabeth Frauendorfer Crystal Diva vígsla – Peggy Jentoft

Meðmæli

„Strákurinn okkar lág með höfuðið skakkt í grindinni og virtist eitthvað mikið vera að trufla hann fyrstu vikurnar eftir fæðingu, ákváðum við þá að prufa að fara með hann í höfuðbeina- og spjalmeðferð eftir nokkrar ábendingar. Tinna náði að losa um mikla spennu og fannst okkur hann vera mikið slakari í líkamanum eftir að hafa farið með hann í tvö skipti. Eftir þriðja tímann sáum við enn meiri mun, hann var orðinn mikið rólegri og leið greinilega betur 🙂
Þrjú skipti dugðu okkur og getum við hiklaust mælt með þessari meðferð! „
 
 
„Ég fór með dóttur mína til Tinnu þegar hún var um 7 vikna gömul vegna þess að hún átti erfitt með að sofna sjálf og var með bakflæði. Eftir fyrsta tímann varð hún allt önnur og átti miklu auðveldara með að sofna og svaf betur. Við ákváðum að fara með hana í tvo tíma í viðbót. Henni hafði liðið illa í bil og ekki þolað að hafa húfu á höfðinu frá fæðingu en eftir að meðferð lauk lagaðist það, auk þess sem að sogkrafturinn varð betri hjá henni á brjóstinu svo hún fór að taka brjóstið betur. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa ákveðið að fara með dóttur mína til Tinnu enda skiptir það sköpum fyrstu mánuði í lífi barns að því líði vel. – Sigrún“
 
 
3