Þóra Sif Sigurðardóttir

Íþrótta og heilsufræðingur

Ég hef leiðbeint og þjálfað einstaklinga og hópa á öllum aldri í yfir 30 ár. Ég æfði fimleika og dansaði mörg ár í Jazzsporinu þar sem ég byrjaði fyrst að kenna jazzballet og hreyfingu mjög ung og því lá leið mín í gamla góða Íþróttaskólann á Laugarvatni.

Þar lærði ég mikilvægi þess að vera faglegur og mannlegur í allri þjálfun einstaklinga, gildi sem ég tileinkaði mér og held í.

Kaldhæðni örlagadísanna kenndu mér að heilsan er ekki sjálfgefin þegar ég fyrir nokkrum árum veiktist af vírus sem lagðist hart á líkama minn og við tók stíf leit að bata.

Ég þurfti endurhæfingu hjá Reykjalundi og var síðan leidd út í lífið aftur með hjálp frá Virk. Seinna þurfti ég aftur í endurhæfingu á Heilsustofnun í Hveragerði þar sem ég varð síðan hluti af góðri heild í þjálfun fólks í heilsueflingu. Ég fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands til að þróa og vera með fyrirlesturinn Byrgjum Brunninn Áður en Einstaklingurinn Brennur Yfir fyrir starfsfólk leikskóla og fyrirtækja í Árborg og Reykjavík.

Þetta er hvattningar fyrirlestur sem ég byggi á reynslu minni og þekkingu um mikilvægi þess að rækta og næra huga, líkama og sál sem eina heild, með Humor og Jákvæðni að vopni.

Ég er íþrótta og heilsufræðingur sem hef tileinkað mér margar góðar uppbyggilegar teygjur og styrktaræfingar. Ég hef sótt mörg námskeið í orkustöðvarhugleiðslum og er slökun í lok æfingatíma hluti af heildinni.

Ég bý bæði í borg og sveit, er mikill dýravinur og tengi því mikið sálina mína úti ínátturunni. Ég hóf meistaranám á Bifröst nú í haust og stofnaði einnig hóp á lokaðri síðu fésbókar Heilsurækt í Daglegu Amstri.

Ég mun leiða hópinn Mjúkt flæði, þar sem lögð verður áhersla á að fara inn í mjúkrar æfingar. 

  Menntun og námskeið

  • Studentpróf frá íþróttabraut í FÁ, 1991
  • Námskeið í næringafræðum hjá Þórdísi Gísladóttur
  • S. Íþrótta- og heilsufræði frá KHÍ, 2003
  • Kennsluréttindi frá Rope Yoga setrinu, 2005
  • Chakras hugleiðslunámskeið I, II og III, 2008-2010
  • Reykiheilun, 2009
  • Rykjalundur endurhæfing, 2010
  • Stjórnun, námskeið fyrir stjórnendur í leikskóla
  • Heilsustofnun NLFÍ, Hveragerði endurhæfing, 2017
  • Virk endurhæfing, 2010 og 2017
  • Núvitund MBSR hjá fræðslusetrinu á Suðurlandi, 2017
  • Alþjóðleg tækifæri skapandi greina, Bifröst 2020
  • Humor og Jafnrétti í stjórnun, Bifröst 2020

  Sjúkraþjálfun

  Meltingar- og næringarráðgjöf

  Umhverfisveikindi - Mygla - Efnaóþol

  Greining á líkamssamsetningu

  Markþjálfun

  Vacumed

  Vacumed - Hendur

  Safe and sound protocol

  Líkamsmiðuð sálræn meðferð

  Infra-rauð meðferð

  Gong og tónheilun

  Hjúpurinn


  Lyngháls 4 (gengið inn bakatil)
  110 Reykjavík
  Sími 565 5500
  endurheimt@endurheimt.is

  Opnunartímar
  Afgreiðslan opin kl. 9:00-16:00
  Símsvörun kl. 8:00–16:00