Reiki heilun

 

Reiki heilun er meðferð sem linar sársauka á líkama og sál og veitir vellíðan. Hún hefur mjög góð áhrif á streitu, verki, andleg veikindi svo sem þunglyndi og kvíða, sjálfsmynd og sjálfstraust og hjálpar til við að hægja á, á þessum hröðu tímum.

Meðferðinn fer fram hjá Reikiheilara sem nýtir alheimslífsorku, sú orka fer um orkubrautir heilarans og um hendur og fer þá staði sem einstaklingurinn þarf á að halda. Heilarinn er leiddur með orkunni að þeim svæðum sem þarf að vinna í, það gæti bæði verið líkamlegt og andlegt. 

 

Oft er það sálin sem er að þjást og verkjar, það er það sem brýst út sem líkamlegur sársauki en þeir verkir eru oft ólýsanlegir og/eða óútskýrðir. Þar kemur Reikiheilun vel til handa, þar er góð leið að ná til sálarinnar og finna það sem sálin þarf og vinna með henni að betri andlegri heilsu. Andlega hliðin snýr að orkustöðvum, þær varðveita lífsleiðina okkar og  Reiki veitir beina hreinsun á orkustöðvarnar. Orkustöðvarnar eru 7 og er unnið mismikið og með mismargar í hverjum tíma.

 

Hver tími er um 45 mín og mælt er með að koma 3-5 skipti með 1-4 vikna millibili eftir það er komið eftir þörfum. Þegar þessum 3-5 skiptum er lokið má alltaf senda tölvupóst og leita ráða hvenær er besti tíminn að koma aftur, en einstaklingurinn sem hefur komið í Reikiheilun finnur þegar hugur og líkami kallar á hreinsun.

 

Við sem höfum fengið vígslun í Reiki höfum opnað svokallaðar orkubrautir líkamans og um þær flæða alheims lífsorka. Alheims lífsorka er kemur frá Rei eða alheims og lífsorka sem er Ki og einu saman er það Reiki.

Reikiheilarar fá orku sína með Reikimeistara.