Meltingar-ráðgjöf

og ýtarlegri greining

 MELTINGIN, MATARÆÐI, GREINING

Ef þú upplifir útþanin maga, uppþembu, harðlífi, niðurgang, exem, kláða, orkuleysi, minnisleysi eða málstol þá getur verið nausynlegt að skoða betur hver orsökin eru. 

“all disease starts in the gut” – Hyppocretes

Faðir læknisfræðinnar vissi þetta og við vitum þetta í dag.

70% af ónæmiskerfinu okkar liggur í kringum meltingarfærin og það gefur því augaleið að mataræði okkar hefur áhrif á heilsuna. 

Ég notast við Functional Medicine nálgun þegar ég leiðbeini mínum skjólstæðingum varðandi mataræði því einstaklingsmiðuð nálgun er að mínu mati alltaf lykillinn af árangri. 

Þegar þú kemur til mín í ráðgjöf varðandi meltinguna fer tíminn svona fram:

–  Gert er ráð fyrir 60 mín

–  Tekin er greinargóð heilsufarssaga

–  Þú færð nákvæmar ráðleggingar varðandi hvaða mataræði hentar þér í formi PDF skjals með uppskriftum og innkauparlista til að gera þér þetta eins auðvelt fyrir og hægt er. 

–  Þú færð einstaklingsmiðaða nálgun varðandi bætiefni, ef þörf þykir.

–  Þú færð aðgang að tveimur fræðslufyrirlestrum um meltinguna og mataræði.

Hjá mér færðu skilning á þínum vandamálum, ég veit að það getur verið flókið að finna út hvaða meðferðar mataræði gæti hentað þér.

Ég hef djúpan skilning og er fær um að leiðbeina þér í rétta átt. 

 Ég er í samskiptum við Nordic Laboratories sem sérhæfir sig í hágæða prófum, ef þörf þykir þá er hægt að panta t.d hægðarprufu, SIBO test eða óþolspróf. 

Fáðu aðstoð með meltinguna þína, ég hlusta á þig og gef þér þá nálgun sem þú átt skilið. 

 

  • SIBO
  • Fæðuóþol
  • Gegndræpir þarmar
  • Snýkjudýr
  • Crohns
  • IBS

Verð á prófum eru misjöfn og eru ekki niðurgreidd af tryggingarstofnun.

Sjúkraþjálfun/ráðgjöf

Sjúkraþjálfarar stuðla að auknum lífsgæðum fólks með því að huga að líkamlegri, huglægri, tilfinningalegri og félagslegri vellíðan. Þeir starfa innan heilbrigðisgeirans við heilsueflingu, forvarnir, meðferð, þjálfun og endurhæfingu.

Ég legg mikla áherslu á að hugað sé að mörgum þáttum þegar kemur að því að bæta líkamlega og andlega heilsu.