DNA-ráðgjöf

og ýtarlegri greining

DNA

Forðast lífstílstengda sjúkdóma!

Þú hefur áhrif á genin þín með lifnaðarháttum!

Þú getur hámarkað þinn árangur í íþróttum með því að vita hvernig genasamsetningin þín er!

Þú getur hætt að giska hvaða matarræði hentar þér best og tekið DNA próf sem segir þér nákvamlega hvað hentar þér!

 

DNA HEALTH

Ef þú veist að það sé til dæmis saga um viss krabbamein eða hjartasjukdóma í fjölskyldunni þinni þá er einfalt að taka DNA health próf og athuga hvort þú berir stökkbreytt gen sem geta þróaðst út í þessa sjúkdóma. Með lifnaðarháttum getum við haft stjórna á þessum genum og hindrað það að neikvæð tjáning genanna eigi sér stað. 

DNA DIET

Ertu orðin þreytt á að vera í átaki eða megrun og ert komin í marga hringi með það hvaða matarræði hentar þér best?

Einfalt DNA diet próf segir þér nákvamlega hvaða matarræði hentar þér best, hvað þú átt að forðast og hvað þú þarft að gera til að halda kjörþyngd og minnka líkur á lífstílstengdum sjúkdómum.

 

DNA SPORT

Viltu ná langt í þinni íþróttagrein?

Stefnir þú alla leið?

Með DNA sport prófinu færðu allar þær upplýsingar sem þú þarft til að ná alla leið, hvenar dags áttu að æfa, á hvaða álagi er best að æfa, hvernig er þín endurheimt og hversu mikið er gott fyrir þig að æfa.

Linda er með leyfi til þess að lesa úr DNA prófum og ráðleggja varðandi meðferð og útbýr ýtarlega heilsufarsskýrslu sem útskýrir nákvamlega hver næstu skref verða í meðferð. Meðferð verður ekki einstaklingsmiðaðri.

Linda er eini löggildi heilbrigisstarfsamaðurinn á Íslandi með slíkt leyfi.

 

MELTINGIN

Ef þú upplifir útþanin maga, uppþembu, harðlífi, niðurgang, exem, kláða, orkuleysi, minnisleysi eða málstol þá getur verið nausynlegt að skoða betur hver orsökin eru.  Ég er í samskiptum við Nordic Laboratories sem er dönsk rannsóknarstofa sem sérhæfir sig í hágæða heimaprófum.

 

  • SIBO
  • Fæðuóþol
  • Gegndræpir þarmar
  • Snýkjudýr
  • Crohns
  • IBS

Verð á prófum eru misjöfn og eru ekki niðurgreidd af tryggingarstofnun.

Sjúkraþjálfun/ráðgjöf

Sjúkraþjálfarar stuðla að auknum lífsgæðum fólks með því að huga að líkamlegri, huglægri, tilfinningalegri og félagslegri vellíðan. Þeir starfa innan heilbrigðisgeirans við heilsueflingu, forvarnir, meðferð, þjálfun og endurhæfingu.

Ég legg mikla áherslu á að hugað sé að mörgum þáttum þegar kemur að því að bæta líkamlega og andlega heilsu.