Warning: is_readable(): open_basedir restriction in effect. File(/includes/fbwpml.php) is not within the allowed path(s): (/var/www/virtual/endurheimt.is/:/usr/share/php/:/var/www/helpers/:/dev/random:/dev/urandom) in /var/www/virtual/endurheimt.is/htdocs/wp-content/plugins/facebook-for-woocommerce/includes/Integrations/Integrations.php on line 61
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir - Endurheimt

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir

Líffræði BSc

Lýðheilsa Mdpl

Lifum í sátt við núið og okkur sjálf. Við höfum val og getum haft áhrif á heilsu og vellíðan til frambúðar. Þekking er besta vopnið til þess að velja vel til framtíðar þannig að við tryggjum betri heilsu og vellíðan.

Sjúkdómar og kvillar koma fram vegna umhverfisáhrifa og erfða. Umhverfi okkar er allt sem kemur nálægt líkama og sál. Streita, áföll, næring, umhverfi  og loftgæði svo eitthvað sé nefnt.

Við getum haft áhrif á eigin vellíðan og heilsu með því að taka ábyrgð á okkar umhverfi og þekkja áhrifaþætti. Við eigum valið, við þurfum þekkingu og tækifæri til þess að velja vel. Samfélagði skapar tækifærin en einstaklingurinn velur.

Ég hef sjálf reynslu af því að missa heilsu vegna umhverfisáhrifa, eitthvað sem var ekki í mínu valdi. Ég þurfti að læra að þekkja áhrifaþætti heilsu og finna lausnir til þess að auka vellíðan og lífsgæði  til frambúðar hjá mér og fjölskyldunni minni.

Síðustu 15 ár hef ég veitt sérfræðiráðgjöf og rannsakað byggingar með tilliti til loftgæða, rakaskemmda, myglu og innivistar. Ég hef sjálf skoðað um 5000 byggingar og teymið mitt í EFLU nær 9000.

Ég hef veitt ráðgjöf til þúsunda einstaklinga varðandi umhverfi, hús og heilsu. Markmið mitt frá upphafi hefur verið að vinna í því að samfélagið þekki áhættu vegna rakaskemmda í byggingum til þess að koma í veg fyrir ótímabær veikindi og kvilla.

Af þeim sökum hef ég sérhæft mig faglega í byggingartæknifræðilegum atriðum ásamt því að huga að endurheimt heilsu. Ég stofnaði því fyrsta fyrirtækið á Íslandi í rannsóknum á rakavandamálum og myglu í byggingum, Hús og heilsu, árið 2006. Hús og heilsa rann inn í EFLU verkfræðistofu árið 2015 og þar höfum við þróað nýja þjónustu í byggingareðlisfræði og rakaöryggi sem miðar að því að takamarka og minnka rakavandamál í byggingum til framtíðar.

Fyrirhyggja, forvarnir og fræðsla er mér einkum hugleikin og því hef ég flutt fyrirlestra og fræðsluerindi við hin ýmsu tækifæri síðustu 15 ár. 

Við verjum 90% af tíma okkar innandyra og byggingar skapa okkar helsta umhverfi dags daglega. Hegðun okkar og hvað við veljum á hverjum degi að nota af efnum sem við berum á líkama eða notum í umhverfi okkar myndar nánasta umhverfi.

Ég vil miðla reynslu og þekkingu á þeim áhrifaþáttum í umhverfinu sem geta bætt heilsu og vellíðan og fyrirbyggt kvilla. Reynslan hefur sýnt að ef við hugum ekki að umhverfinu um leið og öðrum þáttum náum við aðeins takmörkuðum árangri. Það er mikilvægt að horfa heildrænt á umhverfi; áföll, streitu, næringu, loftgæði og efnisnotkun. 

Samtalstímar eru í boði í gegnum fjarfundarbúnað.

Samtal gefur aukna innsýn í þá umhverfisþætti sem þarf að hafa í huga til að ná betri heilsu eftir hvers konar áföll, streitu, kulnun eða veikindi.

Sérstök ráðgjöf er í boði fyrir þá sem hafa búið eða starfað í rakaskemmdu húsnæði. Samtal snýst um að læra að þekkja áhættuþætti á heimili eða vinnustað. Hvernig má þekkja ummerki og hvernig bregðast má við. Við getum skoðað saman heimilið og farið yfir hvað má bæta. Hvaða bjargráð eru í stöðunni ? Hvernig fer ,,forðun“ fram? (total avoidance). Hvernig á að haga sér við flutninga, viðgerðir eða hvaða mótvægisaðgerðir eru í boði. Hjálpa lofthreinsitæki eða rakatæki? 

Hvaða skref þarft þú að taka í átt að betri heilsu?

Ég hef mikinn áhuga á að miðla minni þekkingu og reynslu til þín. Það er von um betri heilsu eftir rakaskemmdir en leiðin getur verið grýtt og mislöng. Ég er tilbúin að hjálpa þér að fara af stað.

  Fagþekking
  • Lýðheilsa Mdpl
  • Líffræði BSc
  • Námskeið og endurmenntun í byggingariðnaði
  Önnur þekking og reynsla
  • Stofnandi og framkvæmdastjóri Húss og heilsu 2006, sem gekk inn í EFLU verkfræðistofu 2015.

  • Verkefnastjóri hjá Rannsóknarstofu Byggingariðnaðarins 2018-2020, hlutastarf

  • Kennsla við HÍ , HR, Endurmenntun

  • Námskeið Raki &mygla  I, II og III síðustu 10 ár hjá IÐUNNI

  • Fyrirlestrar og fræðsluerindi á ýmsum stöðum síðustu 15 ár.

  • Námskeið varðandi byggingar og innivist.

  • Þáttaka í innlendum og alþjóðlegum ráðstefnum tengdum innivist og rakaskemmdum

  • Faghópur Betri byggingar 2015-

  • Læknadagar 2012, Ráðstefna með sérfræðingi frá WHO 2012

  Meðmæli

  Sylgja er róleg, yfirveguð og þægileg að tala við. Hún þekkir rót vandans í mygluveikindum. Ég á henni líf mitt að þakka og verð henni óendanlega þakklát fyrir að hjálpa mér og börnum mínum. Mæli með henni og þú getur treyst því að ná góðum bata ef þú ferð eftir ráðleggingum hennar. Sylgja opnaði in á svo margt hjá mér tengt myglu, ilmefnum, fæði og bara allt sem tengist umhverfi okkar. Í dag veit ég hvað ég þarf að varast til að hafa heilsuna í lagi. Ég hef sjálf náð ótrúlegum bata með hennar hjálp og Sylgja er mygludrottningin mín.

  Ásta Guðjónsdóttir

   

  Það var mér ómetanlegt að fá ráðgjöf hjá Sylgju vegna veikinda sem ég varð fyrir eftir að hafa starfað í mjög rakaskemmdu og mygluðu húsnæði í fjölda ára. Sylgja er fagmanneskja fram í fingurgóma og hún býr yfir gríðarmikilli þekkingu og reynslu á rakaskemmdu húsnæði og áhrifum rakaskemmda og myglu á heilsu fólks. Sylgja fræddi mig um áhrif ýmissa umhverfisþátta á heilsu mína og hjálpaði mér að skilja hvaða skref ég þurfti að taka til að ná bata. Með hennar hjálp bý ég í heilnæmu húsnæði í dag og lífskjör mín og fjölskyldu minnar hafa batnað til muna. Ég á Sylgju mikið að þakka og mæli eindregið með hennar ráðgjöf við hvern þann sem þarf á henni að halda.

  Magnea Árnadóttir