Sjúkraþjálfun & ráðgjöf

Þjónusta | Endurheimt

 

Meðferðin

Í fyrsta tímanum okkar saman þá tek ég greinargóða heilsufarssögu, við kynnumst betur og þú segir mér frá þínum markmiðum og hindrunum. Tíminn er 55.mín.

Þegar ég hef tekið ýtarlega sögu þá set ég upp meðferðaráætlun fyrir þig, ég legg mikla áherslu á fyrirbyggjandi meðferð og fræðslu.

Til þess að tryggja að þú náir sem bestum árangri í þinni meðferð þá set ég þér fyrir lítil verkefni sem þú innleiðir inn í líf þitt á milli þess sem við hittumst.

Ég set upp einstaklings miðaða æfingaráætlun og saman hugum við að bættum venjum varðandi matarræðið, svefninn og fleiri atriði sem skipta máli þegar heilsan er sett í fyrsta sætið.

Miðað er við að við hittumst á tveggja vikna fresti í 25-55 mín (getur verið oftar eða sjaldnar). Í þeim tímum gefst tækifæri á að skoða og innleiða fleiri þætti sem stuðla að bættri heilsu, fara yfir atriði sem betur má fara. Markmiðið er að gera jákvæðar breytingar og setja inn góðar venjur sem stuðla að aukinni orku, minni verkjum og bættri almennri heilsu.

  • Ertu þreklaus?
  • Langar þig að koma þér af stað í hreyfingu en veist ekki hvernig?
  • Ertu með liðverki, stirðleika eða vöðvabólgu?
  • Grunar þig að veikindi þín stafi af umhverfinu, t.d myglu?
  • Sefur þú illa?
  • Ert þú að upplifa streitu?
  • Ertu með meltingarvandamál?
  • Viltu aðstoð við að breyta um lífsstíl?
  • Viltu læra hvernig þú getur minnkað bólgur í líkamanum með breyttu matarræði?

 Ef eitt eða fleiri atriðið eiga við þig þá þá ert þú á réttum stað því ég get leiðbeint þér og stutt þig skref fyrir skref með að endurheimta kraftinn þinn og orku á einfaldann máta.

 

Sjúkraþjálfarar stuðla að auknum lífsgæðum fólks með því að huga að líkamlegri, huglægri, tilfinningalegri og félagslegri vellíðan. Þeir starfa innan heilbrigðisgeirans við heilsueflingu, forvarnir, meðferð, þjálfun og endurhæfingu.

Ég legg mikla áherslu á að hugað sé að mörgum þáttum þegar kemur að því að bæta líkamlega og andlega heilsu.

Meðferðin fer fram í formi ráðgjafar og fræðslu og því er engin bekkjarmeðferð í boði.

Sjúkraþjálfun er niðurgreidd af Tryggingarstofnun og flest stéttarfélög taka einnig þátt í kostnaði.

Meltingar ráðgjöf

Óþægindi tengd meltingunni er ein helsta ástæða þess að fólk leitar til læknis.

Meltingin hefur gríðarlega mikil áhrif á hvernig okkur líður -bæði líkamlega og andlega. 

Bókaðu tíma hjá mér og fáðu ráðleggingar frá mér hvernig þú getur bætt þína meltingu. 

Ert þú með uppþembu, niðurgang, harðlíði?

Ert þú með greindan meltingarsjúkdóm og vilt fá aðstoð með viðeigandi mataræði og bætiefni?

Ert þú með SIBO, IBS, Crohns og vilt bæta lífsgæðin þín?

Grunar þig að þú sért með SIBO og vilt fá það staðfest?