Sigrún Sigurðardóttir

Hjúkrunarfræðingur Ph.D.

Mitt sérsvið innan hjúkrunar eru sálræn áföll, ofbeldi og áfallamiðuð nálgun og úrræði.

Ég hef unnið með einstaklingum með slíka sögu og rannsóknir mínar eru á því sviði.

Hjarta mitt hefur alla tíða slegið með andlegum málum og hef ég því aðhyllst úrræði því tengdu. Heildræn nálgun með áherslu á tengsl líkama, huga og sálar tel ég vera grundvöll fyrir því að einstaklingur nái að vinna með reynslu sína og sálræn áföll. 

Ég byrjaði að læra svæðanudd meðfram hjúkrunarfræðináminu en hætti þegar ég var um hálfnuð. Ég lærði síðan Reiki I, Reiki I og dáleiðslu og er Kundalini jógakennari. Ásamt því hef ég tekið nokkur styttri námskeið í mismunandi heilun og listsköpun.  

Ég tel að rót margra heilsufarsvandamála í dag séu einhvers konar áföll eða erfið reynsla, oft í æsku, ásamt streitu, sem kemur ójafnvægi á ónæmiskerfið og veldur sjúkdómum. 

Ég mun bjóða upp á jóganámskeið með áherslu á öndun, slökun, hugleiðslu, léttar teygjur, og fræðslu.

Ég hafði yfirumsjón með og þróaði Gæfusporin, heildræn og þverfagleg úrræði fyrir konur með reynslu af ofbeldi, sem hófu göngu sína hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands 2011 og voru síðan í boði í Geðheilsumiðstöðinni í Mjódd.

Ég hef þróað námskeið við Háskólann á Akureyri um sálræn áföll, ofbeldi og áfallamiðaða nálgun og kennt það frá árinu 2010, í HA, í Símenntun HA, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Símey á Akureyri, Endurmenntun HÍ ofl. 

  Menntun og námskeið

  • Doktorsgráða í hjúkrunarfræði frá HÍ 2017, með áherslu á kynferðislegt ofbeldi í æsku, afleiðingar og heidræn úrræði.
  • Mastersgráða í heilbrigðisvísidum frá HA 2007, með áherslu á sálræn áföll, kynferðislegt ofbeldi og afleiðingar fyrir heilsuar og líðan.
  • Hjúkrunarfræðinug BSc frá HA 2001.
  • Kundalini jógakennari 2014.
  • Somatic Experience …. Norge
  • Dáleiðslunámskeið hjá Vigdísi Steinþórsdóttur, 20…
  • Reiki II hjá Berglindi Andrésdóttur 
  • Reiki I hjá Guðrúnu Óladóttur 
  • Svæðameðferð, Svæðameðferðarskóli Þórgunnar, 1996, hálnuð með námið.
  • Starfskynning og námskeið um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum 1992 og 1994 hjá lögreglunni í Huntsville, Boston og Dallas, USA.
  • Lögreglumaður frá Lögregluskóla Ríkisins 1993
  • Enskunámi í State University of Albany New York, USA, 1990
  • Stúdentspróf, Menntaskólinn á Ísafirði, 1988.