Safe and sound protocol

Hvernig virkar meðferðin?

SSP notar heyrnarkerfið (auditory system) sem leið að flökkutauginni og þar með ósjálfráða taugakerfinu sem stýrir að miklu leyti lífeðlisfræðilegu ástandi okkar. Þegar það ástand er í góðu jafnvægi er hægt að ná betri árangri í meðferð.

Meðferðin felur í sér að hlusta á tónlist sem hefur verið sérstaklega meðhöndluð til að endurstilla taugakerfið þannig að hægt sé að efla tilfinningu fyrir öryggi og hæfni til að vera í samskiptum. Hún gefur möguleika á að skynja og túlka betur talað mál og tilfinningatjáninguna sem það felur í sér.

Safe/öryggis hlutinn snýst um umhverfi, aðstæður og líðan þegar hlustað er – Sound/hljóð hlutinn er hlustun á tónlist sem hefur verið sérstaklega stillt inn á ákveðið tíðnisvið. Mikilvægt er að hlustunin eigi sér stað í stýrðu, öruggu umhverfi með meðferðaraðila.

Með því að þjálfa heyrn kerfisbundið eins og gert er með SSP verður til ný grunnstaða í taugakerfinu. Sú staða styður við að upplifa öryggi og hefur einnig áhrif á aðra mikilvæga heilastarfsemi.

Þessi nýja grunnstaða styður við hugræna starfsemi og gerir sálræna meðferð þannig árangursríkari. Ef þú upplifir öryggi og ert í jafnvægi er auðveldara að takast á við óþægileg mál og nálgast tilfinningar sem þú hefur hingað til þurft að forðast. Þetta er sérstaklega hjálplegt fyrir einstaklinga í áfallameðferð.

Tónlistin þjálfar heyrnarkerfið með því að fókusera á tíðnisvið (frequency envelope) mannsraddarinnar. Eftir því sem einstaklingurinn lærir að vinna úr tíðni talaðs máls, batnar

starfsemi í tveimur heilataugum sem eru mikilvægar fyrir félagslega hegðun. 7.heilataugin – andlitstaugin – hjálpar einstaklingnum að einblína á mannsröddina og aðgreinir frá annarri tíðni. 10.heilataugin – flökkutaugin – styður við sjálfsefjun og jafnvægisstillingu ósjálfráða taugakerfisins.

Eftir meðferðina eiga einstaklingar betra með að einbeita sér í verkefnum daglegs lífs og upplifa rólegra innra ástand, bæði lífeðlisfræðilega og tilfinningalega. Rannsóknir benda til að færni eins og athygli, tilfinningastjórn og félagsleg samskipti eflist.

 

Margrét Gunnarsdóttir

Sálmeðferðarfræðingur MSc

EMDR meðferðaraðili 

Sérfræðingur í geðheilsusjúkraþjálfun með áfallameðferð sem áherslusvið

Nánari upplýsingar um Safe and sound protocol

SSP meðferð hefur bein áhrif á taugakerfið og þar með innri viðbrögð og líðan.

Um er að ræða heyrnar/hlustunar inngrip hannað til að draga úr streitu og hljóðnæmni og efla félagsleg tengsl og seiglu. Hlustunin í heild er alls 5 klst. / 300 mín. Algengt er að meðferðin skiptist niður á 10 meðferðartíma þar sem hlustað er í 30 mín. í senn.

Með því að róa ástand taugakerfis og tilfinninga opnast dyr fyrir betri líðan og samskipti og árangursríkari meðferð.

SSP er hannað af Dr. Stephen Porges en hann er höfundur svokallaðrar Polyvagal kenningar. Polyvagal kenningin varpar nýju ljósi á starfsemi ósjálfráða taugakerfisins og sér í lagi 10.heilataugarinnar, Vagus taugarinnar sem á íslensku kallast flökkutaug.

SSP meðferðin byggir á hátt í fjögurra áratuga rannsóknum á samspili milli ósjálfráða taugakerfisins og félags- og tilfinningalegra ferla (social-emotional processes).

Rannsóknir á SSP sýna marktækan árangur á eftirfarandi sviðum:

 • Félags- og tilfinningavandi
 • Viðkvæmni gagnvart hljóðum (auditory sensitivities)
 • Kvíði og áfallatengdar áskoranir
 • Einbeitingarvandi
 • Streituþættir sem hafa áhrif á félagsleg tengsl

SSP hefur áhrif á ómeðvitaða taugaskynjun – neuroception. Taugakerfið er stöðugt að vinna og meta aðstæður. Það fylgist með öllum innri og ytri merkjum til að komast að því hversu örugg staðan er. Niðurstaða þessa mats ákvarðar meðal annars:

 • Hvort þú upplifir að þú sért örugg/öruggur og að þú tilheyrir í samböndum
 • Hvort þú upplifir samskipti við aðra ánægjuleg eða íþyngjandi
 • Hvort þú getur verið afslöppuð/afslappaður eða stressuð/stressaður

SSP hefur reynst sérstaklega gagnlegt fyrir einstaklinga með:

 • Takmarkaða tilfinningastjórn
 • Félags- og tilfinningalega erfiðleika
 • Viðkvæmni fyrir hljóðum
 • Viðvarandi innri óróleika, ótta og ofsakvíða
 • Einbeitingarleysi
 • Fíknivanda
 • Afleiðingar bráðra áfalla, flókinnar áfallastreitu og tengslaáfalla

  Notendur hafa lýst eftirfarandi áhrifum:

  • Geta til að slaka betur á
  • Dýpri svefn og auðveldara að muna drauma
  • Minni þörf fyrir að aftengja (dissociate)
  • Ótti og almennur kvíði minnka
  • Auðveldara að halda ró í krefjandi aðstæðum
  • Fljótari að jafna sig eftir tilfinningalegt uppnám
  • Aukin geta til að þola óþægilega skynjun og tilfinningar
  • Auðveldara að fylgja samræðum þar sem hávaði er til staðar (t.d. á veitingastöðum)
  • Almennt auðveldara að vera til

   Áhugavert efni á youtube um SSP

    Forsíða
    Um okkur
    Liðsheildin
    Sjúkraþjálfun
    Meltingar- og næringarráðgjöf
    Heilsufarsmælingar
    Markþjálfun
    Fræðsla
    Námskeið
    Umhverfisveikindi - Mygla - Efnaóþol
    Hafa samband

    Lyngháls 4                          (gengið inn bakatil)                  110 Reykjavík                          Sími: 565-5500 endurheimt@endurheimt.is

    9:00-13:00 afgreiðslan opin 8:00–16:00 símsvörun