Yoga Nidra

29.800 kr. 22.350 kr.
25% Off
Einfaldasta útskýringin á orðinu yoga er ‘sameining huga og líkama’.
Vikudagar: Þri & fim (4 vikur)
Dags: Byrjaðu þegar þér hentar / strax í dag…
Kl: 13.30 – 14.20 (50 mín)
Sumartilboð 25% afsl: áður 29.800 kr. / nú 22.350 kr.
Aðgangur að appi (bólgueyðandi mataræði, innkaupalisti, streitustjórnun, hugleiðslur o.fl. fróðlegt fylgir með. Einnig er hægt að hlusta á efnið í hljóðupptökum.
Kennari: Ragna Ingólfsdóttir, jógakenn. Ragna hefur mikla reynslu í að þjálfa bæði huga og líkama.
Námskeiðið er 8. vikur ef bókað er í gegnum VIRK starfsendurhæfingu. Innifalið er þá fullur aðgangur að námskeiðinu okkar Endurheimtu orkuna.
—–
Yoga Nidra er leidd djúpslökun sem losar um streitu, bætir svefn og hjálpar líkama og sál að endurheimta sig.
Kennari leiðir stundina á meðan við liggjum og njótum. Á meðan lærum við að draga athygli inn á við og flæða á milli svefns og vöku. Þar finnur líkami okkar sína náttúrulegu leið til heilunar og jafnvægis. Talið er að 30 min af Yoga Nidra geti jafnast á við 4 tíma svefn.
Ef þú átt erfitt með að ná hugarró eða átt það til að vakna óendurnærð/ur eru miklar líkur á að þú náir ekki að brjótast úr vítahringnum án aðstoðar. Ástæðan fyrir að Yoga Nidra hefur notið mikilla vinsælda á síðustu árum er vegna gagnsemi aðferðarinnar og hversu einföld hún er. Iðkendum gefst tækifæri á að líta inn á við og ná betri tökum á steitunni sem hefur jafnan verið tengd við margra fylgikvilla og sjúkdóma s.s bólgur, meltinguna, kvíða, ónæmiskerfið og margt fl.
Regluleg ástundun hefur gagnast mörgum til að:
- róa hugann og ná tökum á steitu og taugakerfinu.
- auka gæði svefns og orkuleysi.
- minnka kvíða, þunglyndi og auka sjálfsmat.
- slaka á vöðvum og stoðkerfinu og þar með linna verki.
- styrkja ónæmiskerfið, endurnýjun fruma og auka blóðflæðið.
—–
Námskeiðið í hnotskurn
Námskeiðið miðar að því að innleiða aðferðir Yoga Nidra inn í hversdag þátttakenda, bæði sameiginlega en einnig á okkar eigin forsendum. Við skoðum heildrænt hvað stuðlar að betri hvíld innra með okkur í okkar nær- og heimaumhverfi. Við lærum að setja líkamann og hugann í langþráða hvíld og ná endurheimt í gegnum þá slökun sem þarf fyrir líkamann til að núllstilla sig í gegnum þær áskoranir og áreiti sem við tökumst á við daglega. Eftir námskeiðið hafa þátttakendur aukið færni sína í djúpri slökun og núvitund, öðlast tól til að takast á við daglega streitu, álag og áreiti ásamt því að styrkja öndun, taugakerfi og hormónakerfi. Allt hjálpar ofangreint við að takast á við hvers konar áskoranir, hvort sem er áreiti, langvarandi krónísk veikindi, síendurtekin áföll eða enn alvarlegri sjúkdóma.
Námskeiðið hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum. Engin krafa er gerð á að vera í góðu líkamlegu formi en æskilegt að mæta þó í þægilegum fötum og þátttakendur beðnir um að mæta ekki með ilmefni, eða með sterka lykt af fötum eftir þvottaefni.
—–
Í nútímasamfélagi er endurnærandi hvíld ekki sjálfsögð og oft fylgir mikil streita hversdeginum. Flest höfum við lesið eða heyrt um varnarviðbrögðin ‘að hrökkva, stökkva eða frjósa’. Þetta eru frummannleg viðbrögð sem við grípum til þegar við þurfum að bregðast við hættu eða streitu.
Ef streitan nær ákveðnu hámarki umhverfis okkur, og mögulega líka innra með okkur, festumst við í þessum varnarviðbrögðum og náum ekki endurnærandi hvíld. Jafnframt náum við ekki að dvelja í núvitund. Þegar okkur skortir hvíld og núvitund sljóvgast dómgreindin og þar með verður líklegra að við túlkum fleira í umhverfi okkar sem streituvaldandi og ástandið margfaldast. Streita kallar á meiri streitu og ástandið getur orðið langvarandi og krónískt. Þetta getur haft slæm áhrif á aðra þætti heilsunnar, og geta samverkandi þættir og getuleysi líkamans til að vinna úr áreiti ýtt undir ákveðin snjóboltaáhrif. Eins getur síendurtekin bráðastreita eða skyndisleg áföll ýtt taugakerfinu okkar yfir brúnina, lengt eða skert leiðir líkama og hugar til endurheimtar.