Yoga til jafnvægis

Yoga til jafnvægis

Yin Yoga & Yoga Nidra

Vikudagar: þriðjudagar
Dags: Skráðu þig á biðlistann og fáðu upplýsingar frá okkur hvenar næsti hópur fer af stað.
Kl: 12:10 -13:00

Kennari: Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, jógakennari.

 

Þetta námskeið mun leitast við að innleiða hugmyndafræði yoga inn í hversdaginn, styrkja þig og gefa þér hjálpartæki til að takast á við streitu, stöðnun, verki og annað ójafnvægi.
Námskeiðið verður með sérstaka áherslu á konur sem eru 40+.

Námskeið hentar þeim sem glíma við stífleika í baki og mjöðmum og þurfa að styrkja og liðka sig.
Námskeiðið hentar konum sem eru á eða að byrja á breytingarskeiði og finna fyrir einkennum þess.

Yoga er vel þekkt fyrir jákvæð áhrif þess að minnka streitu, bæta svefn og róa taugakerfið.

Unnið verður með yogastöður, styrktaræfingar, djúpar teygjur og öndun.  Allir tímar enda svo á góðri slökun.

Námskeiðið hentar vel þeim sem eru að fara sín fyrstu skref í yoga og þeim sem hafa iðkað yoga í lengri tíma.

Skrá mig í hóp

Vinsælast undanfarið