Næsti hópur fer af stað 11. janúar 2023
Skráning er hafin!
6. vikna hópmeðferð fyrir þá sem veikst hafa eftir viðveru í rakaskemmdu húsnæði.
Kennt er á miðvikudögum klukkan 13:00 – 13:50
Fyrirslestrar og ráðgjöf í hverjum tíma, ásamt aðgangi að Endurheimtu Orkuna innra netinu þar sem er að finna ýtarlegar leiðbeiningar og ráðleggingar.
Aðgangur að lokuðum facebook hóp þar sem upptaka af fyrirlestrum eru settar inn strax eftir tímann, ef þú hefur ekki tök á að mæta í hópinn þá er í boði að vera í fjarúrræði.
—
Endurheimt Heilsumiðstöð er fyrsta og eina umhverfisvottaða heilsumiðstöðin á Íslandi og við leggjum metnað okkar í að halda umhverfinu og loftgæðum góðum.
Við biðjum um að ekki sé mætt með ilmvatn eða sterka líkamslykt í tímana.
Til þess að endurheimta heilsuna þarf að huga að nærumhverfi, loftgæðum, næringu meltingunni, streitu og svefni.
Við verjum 90% af tíma okkar innandyra og byggingar skapa okkar helsta umhverfi dags daglega. Hegðun okkar og hvað við veljum á hverjum degi að nota af efnum sem við berum á líkama eða notum í umhverfi okkar myndar nánasta umhverfi.
—
Verð: 38.900 kr. grunnnámskeiðsgjald
Þátttakendur mæta með beiðni í sjúkraþjálfun og Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í að greiða hópmeðferðargjald.
Una Emilsdóttir læknir, Guðfinna Halldórsdóttir heilbrigðisverkfræðingur og Linda Gunnarsdóttir lögg. sjúkraþjálfari og eigandi Endurheimtar hafa þróað þetta meðferðarúrræði síðastliðið ár.
Linda leiðir hópmeðferðina.
Skráning í meðferð