Bætt melting

-einstök heilsa-

Þæginleg 7 daga hreinsun!
Þú færð allan þann stuðning sem þú þarft á að halda til að hefja þína 7 daga hreinsun.

Aukin orka, bætt melting, minni verkir

Ég leiði þig skref fyrir skref í átt að bættri meltingu, aukinni orku og einstakri heilsu.

Þú færð aðgang að innra neti og lokuðu samfélagi á facebook.

Þú færð matreiðslubók sem inniheldur vikumatseðil ásamt innkaupalista með ótrúlega bragðgóðum uppskriftum sem gleðja bragðlaukana þína og krakkanna.

Ég er sjálf tveggja barna móðir og veit hvað það er erfitt að finna “rétta tímann” til þess að gera breytingar á mataræðinu. Ég hef gert þér þetta mjög einfalt með því að setja saman vikumatseðil ásamt innkauparlista. Markmiðið er að borða mat sem nærir þig og fyllir þig af orku. 

Ég hef sett saman tvo fyrirlestra til að útskýra vel fyrir þér afhverju það er góð hugmynd að taka þekkta bólguvalda út úr mataræðinu um tíma og hvernig það gæti haft áhrif á líðan, og  hvernig þú getur haldið áfram að innleiða góðar matarvenjur eftir að vikunni líkur. 

Við vitum að það getur tekið á andlega að breyta venjum og því færð þú aðgang að slökunaræfingum sem róa taugakerfið. 

Til þess að halda þér við efnið þá eru daglegir heilsutengdir fræðslumolar frá mér.

Ég vil gera þetta eins auðvelt fyrir þig og ég vil að þú náir þínum markmiðum.

Það besta við þetta allt saman er að þú hefur ótakmarkaðan aðgang að námskeiðinu og getur tekið hreinsunina aftur eins oft og þú vilt í eitt ár … og þú færð aðgang að öllum uppfærslum sem verða.

 

Næring

Fræðsla

Slökun