Margrét Gunnarsdóttir

Sálmeðferðarfræðingur MSc

EMDR meðferðaraðili 

Sérfræðingur í geðheilsusjúkraþjálfun með áfallameðferð sem áherslusvið

 

Sérhæfing: Áfallameðferð, tengslamyndun, samskipti, sálvefrænn vandi.

Ég býð upp á líkamsmiðaða sálræna meðferð (somatic psychotherapy) fyrir einstaklinga 18 ára og eldri, með áherslu á tengsl, samskipti, núvitund og órjúfanlegt samspil líkama, huga og tilfinninga. Í líkamsmiðaðri sálrænni meðferð er líkamleg skynjun og upplifun tekin með. Skoðað er hvernig reynsla og upplýsingar sitja í líkamanum ekki síður en í huganum. Ég nota EMDR áfallameðferð þegar við á og sérstaka meðferð sem hefur bein áhrif á ósjálfráða taugakerfið, Safe and Sound Protocol (SSP). SSP meðferð hefur t.d. reynst gagnleg fyrir einstaklinga með lítið áreitisþol, POTS og verkjavanda. Sjá nánar hér: https://integratedlistening.com/ssp-safe-sound-protocol/

Áföll og erfið reynsla hefur mikil áhrif á allt kerfið og situr í líkamanum, meðal annars í taugakerfinu. Því er mjög mikilvægt að vinna heildrænt og taka líkamann með þegar unnið er úr áföllum.

Í allri meðferðarvinnu finnst mér best að mæta hverjum einstaklingi þar sem hann er staddur og vinna með honum í að kynnast sjálfum sér betur. Það felur í sér að átta sig á ómeðvituðu forritunum sem drífa okkur áfram. Þegar maður er búin að kynnast þeim og átta sig á hlutverki þeirra er hægt að skoða leiðir til að uppfæra þau og vinna úr vanda. Í þeirri vinnu er mikilvægt að staldra við og tengjast sjálfum sér hér og nú. Þannig er núvitund mikilvægur þáttur í minni vinnu.

 

Ef um frekar afmarkaðan vanda er að ræða má gera ráð fyrir 5 – 10 tímum.

Ef um flóknari vanda er að ræða tekur meðferð lengri tíma.

 

Helstu viðfangsefni:

 

 • Áföll og áfallastreita
 • Afleiðingar erfiðrar reynslu í æsku / flókin áfallastreita
 • Tengslamyndun, tengsla- og samskiptavandi
 • Heilsutengdur vandi
 • Sálvefrænn vandi
 • Handleiðsla meðferðaraðila
 • Djúp sálræn meðferð / psychotherapy með áherslu á, á sjálfsþekkingu, tengslamyndun, þroska sjálfsins og lífsgæði

  Menntun og námskeið

  Menntun og námskeið: 

  • 2019 –  Hakomi Mallorca; Advanced training, Hakomi Mindful Somatic Psychotherapy, þriggja ára nám og þjálfun samhliða vinnu í núvitundar- og líkamsmiðaðri sálrænni meðferð.
  • 2018 – 2019  Hakomi Mallorca; Foundation training, Hakomi Mindful Somatic Psychotherapy, nám og þjálfun í núvitundar- og líkamsmiðaðri sálrænni meðferð.
  • 2017-2018     Grunnþjálfun í EMDR meðferð hjá Roger Salomon, EMDRIA
  • 2017-2018  Trauma Center, Boston og Guru Ram Das Center for Medicine and Humanology; Námskeið/þjálfun í áfallamiðuðu jóga, 40 klst.
  • 2016-2017  Kundalini Research Institute; stig 1 jógakennaranám, 220 klst.
  • 2008-2009     Cambridge Body Psychotherapy Centre, Babette Rothschild; Somatic trauma Therapy
  • 2002-2007  Derby Háskóli, Englandi; MSc gráða í samþættri sálrænni meðferð (integrative psychotherapy)
  • 1994-1997  Spectrum Therapy, London; grunnnám í sálrænni ráðgjöf og meðferð, þriggja ára nám samhliða vinnu
  • 1986-1991    Háskóli Íslands; BSc gráða í Sjúkraþjálfun
  • Auk ofangreinds hefur Margrét lokið sérhæfðum námskeiðum og sótt sér víðtækrar handleiðslu á sviði geðsjúkraþjálfunar og áfallameðferðar.      

  Starfsferill:

  2019 – 2022:   EMDR stofan, áfalla- og sálfræðimeðferð

  • 2018 – 2020: Miðstöð foreldra og barna; Sálmeðferðarfræðingur, tengslaeflandi innsæisvinna (Parent-infant psychotherapy) fyrir foreldra á meðgöngu og með ung börn.
  • 2017 – 2019: Sjálfstætt starfandi jógakennari, áfallamiðað jóga í litlum hópum fyrir konur.
  • 2009 – 2017: VIRK starfsendurhæfingarsjóður; Ráðgjafi og síðar sérfræðingur í starfsendurhæfingu.
  • 1999 – 2009: Landspítali – háskólasjúkrahús; Sérhæfður sjúkraþjálfari á líknardeild og endurhæfingardeild fyrir einstaklinga með krabbamein.                                                  Samhliða í hlutastarfi á stofu með sálræna meðferð/ráðgjöf.
  • 1991 – 1999: Ýmis störf sem sjúkraþjálfari á Íslandi og í London, Englandi, meðal annars á geðdeildum, endurhæfingarstofnunum og líknardeild (hospice).

  Sjúkraþjálfun

  Meltingar- og næringarráðgjöf

  Umhverfisveikindi - Mygla - Efnaóþol

  Greining á líkamssamsetningu

  Markþjálfun

  Vacumed

  Vacumed - Hendur

  Safe and sound protocol

  Líkamsmiðuð sálræn meðferð

  Infra-rauð meðferð

  Gong og tónheilun

  Hjúpurinn


  Lyngháls 4 (gengið inn bakatil)
  110 Reykjavík
  Sími 565 5500
  endurheimt@endurheimt.is

  Opnunartímar
  Afgreiðslan opin kl. 9:00-16:00
  Símsvörun kl. 8:00–16:00