Kírópraktor

Kírópraktor

Meðferð hjá kírópraktor snýst um að minnka verki með því að minnka þrýsting á taugar og auka liðleika hryggjarins sem eykur flæði taugaboða og virkni líkamans lagast. Auk þess kennir kírópraktorinn þinn þér æfingar sem hjálpa til að styrkja þá vöðva sem við á og aðstæður heima og/eða í vinnu eru metnar með tilliti til vandamáls viðkomandi einstaklings.

Helstu vandamál sem kírópraktorar meðhöndla eru:

 • Höfuðverkir
 • Bakverkir
 • Brjósklos/útbungun
 • Verkir í útlimum
 • Slæm líkamsstaða
 • Önnur stoðkerfisvandamál

Kírópraktorar notast við mismunandi tækni við meðhöndlun einstaklinga. Hér á Endurheimt-Heilsumiðstöð er áherslan á tækni sem heitir Cox Flexion-Distraction og er mjög mjúk en áhrifarík tækni sem hentar vel þeim sem eru með króníska verki, höfuðverki, brjósklos, útbunganir, leiðniverki niður í hendur og/eða fætur, þrengingar í mænugöngum, slit í hrygg, og ef einstaklingur vill mjúka meðferð og vill síður heyra og finna brak í hryggnum.
Kírópraktík er ekki niðurgreidd af Tryggingarstofnun en flest stéttarfélög taka þátt í kostnaði.

Hrefna Sylvía Sigurgeirsdóttir D.C
Kírópraktor
hrefna(hjá)endurheimt.is

Hvernig virkar Cox tæknin?

Cox tækni er ein tegund af kírópraktík. Þetta er mjög mjúk en áhrifarík tækni þar sem einstaklingurinn liggur á sérhönnuðum bekk. Bekknum er stjórnað af kírópraktornum sem hefur fengið sérstaka þjálfun í þessari tækni. Kírópraktorinn hefur aðra höndina á baki einstaklingsins og stjórnar bekknum með hinni hendinni og eru hreyfingarnar léttar og mjúkar og alltaf innan sársaukamarka. Með bekknum er hryggurinn hreyfður, innan eðlilegra marka, í allar áttir og innan þolmarka viðkomandi einstaklings. Þetta er gert til að auka hreyfigetu stirðra einstaklinga og til að minnka þrýsting á brjósk og taugar auk þess að losa um spennu í hryggnum. Þetta verður til þess að liðleiki eykst og verkir minnka.

 • Rannsóknir hafa m.a. sýnt fram á að með Cox meðferð:
 • Minnki þrýstingur í brjóskinu niður í -192 mmHg í mjóbakinu, og minnki um 96-1583 mmHg í hálsinum (liðir C4-C7)
 • Víkki mænugöngin út um allt að 28%
 • Minnki þrýsting á þær taugar sem koma út frá hryggnum
 • Auki hreyfigetu í öllum hryggnum frá hálsi og niður í mjóbak

Markmið Cox meðferðarinnar er að aðstoða einstaklinga til að minnka verki. Eftir að ástand einstaklings hefur verið metið er sett upp meðferðaráætlun. Meðferðarskiptin eru oftar í upphafi en svo er dregið úr þeim miðað við hvernig meðferðin gengur. Búast má við að á fyrsta mánuðinum minnki verkir um allt að 30-50%.

Hrefna Sylvía kírópraktor hefur sérhæft sig í Cox tækninni og hafa einstaklingar verið að ná góðum árangri hjá henni sem hefur veitt þeim aukin lífsgæði. Daglegar athafnir sem fólk hefur þurft að draga úr eða hætta vegna verkja og stirðleika verða aftur mögulegar, svefngæði aukast og samhliða því eykst orkan.

Cox tæknin hefur reynst vel við krónískum bakverkjum, leiðniverkjum niður í hendur og fætur, hausverkjum, útbungun á brjóski, brjósklosi, smáliðabólgu, þrengingum í mænugöngum, og fleiru hvort sem það er í hálsi, brjóstbaki eða mjóbaki.

Rifa í brjóskþófa vs brjósklos

Brjóskþófar tengja hryggjarliðina saman þar sem þeir liggja á milli hryggjarliða, þannig auka þeir hreyfigetu hryggjarins, en brjóskþófarnir eru 80% vatn sem eykur á teygjanleikann og stuðninginn við hrygginn. Brjóskþófi er samsettur úr bandvefshringjum sem liggja umhverfis hlaupkenndan kjarna.

Brjóskþófarnir geta orðið fyrir skaða, ýmist vegna slysa, mikils álags og stundum eru enginn þekkt orsök. Rifa eða rifur myndast þá í bandvefshringina, þessar rifur eru af mismunandi stærð og sumar ná í gegnum alla bandvefshringina að kjarnanum. Þessar rifur geta svo leitt til útbungunnar og/eða brjóskloss.

Brjósklos er það kallað þegar kjarninn í brjóskþófunum þrýstir á bandvefshringina sem bungast út og þrýsta á aðliggjandi taugarætur eða kjarninn þrýstist út um rifurnar á bandvefshringjunum og þrýstir þannig á taugaræturnar.

Einkenni þessara meiðsla geta verið svipuð þrátt fyrir að vera mjög ólík meiðsl. Einkennin geta verið:

 • Bakverkur
 • Verkur í hálsi
 • Verkir sem leiða niður útlim
 • Náladoði eða dofi í útlimum
 • Vöðvastyrkur minnkar í útlimum

Eina leiðin til að greina á milli þessara meiðsla er segulómmyndataka. Oft eru fleiri úrræði fyrir brjósklos en rifu í brjóskþófa eins og t.d. skurðaðgerð og sjúkraþjálfun en Cox tæknin hjá kírópraktor hefur hjálpað mikið bæði vegna rifu í brjóskþófa og brjóskloss.

Brjósk hefur takmarkaða getu til að endurnýjast og taka meiðsl í baki oft mikið lengri tíma að jafna sig heldur en t.d. fótbrot eða handleggsbrot. Því þurfum við að hugsa vel um hrygginn, og passa hvernig við beitum líkamanum.

Ég hef sérhæft mig í Cox tækninni sem gengur út á að auka hreyfanleika hryggjarliða, minnka þrýstinginn á brjóskið á milli hryggjarliða og á taugaræturnar, og að auka plássið inní mænugöngunum sjálfum.

Cox tæknin hefur reynst vel við krónískum bakverkjum, leiðniverkjum niður í hendur og fætur, hausverkjum, útbungun á brjóski, brjósklosi, rifum í brjóskþófum, smáliðabólgu, þrengingum í mænugöngum, og fleiru hvort sem það er í hálsi, brjóstbaki eða mjóbaki.

Hrefna Sylvía kírópraktor

Þrengingar í mænugöngum

Ástæður bakverkja geta verið margvíslegar, t.d. bólga í smáliðum, brjósklos, útbungun á brjóski, slit, þrengingar í mænugöngum og fleira. Hér ætlum við að fjalla aðeins betur um þrengingar í mænugöngum. Ástæður fyrir þrengingum í mænugöngum getur verið af ýmsum toga.

Ef um slit í hryggjarliðum er að ræða, þá hefur brjóskið lækkað og oft byrjar hryggjarliðurinn sjálfur að fletjast út og þá byrja kalknabbar að myndast til að halda liðnum stöðugum. Þessir kalknabbar myndast oft á öllum liðbolnum og geta þannig orsakað þrengingu inni í mænugöngum sem ertir þær taugar sem þar koma út. Einnig þykknar liðbandið inní mænugöngunum þegar brjóskið lækkar og myndar fellingu sem getur valdið þrengingum.
Þetta gerist yfirleitt í móbakinu og/eða í hálsinum en sjaldgæfara er að þetta gerist í brjóstbakinu. Þrengingar í mænugöngum eru algengastar hjá fólki yfir fimmtugu og geta einkennin verið mismunandi. Oftast eru einkennin verkir í baki, doði og stirðleiki. Einnig geta verið verkir sem leiða niður fæturnar eða máttleysi. Þá getur verið erfitt að standa og verkir myndast þegar gengið er. Oft líður fólki betur þegar það hallar sér fram.

Til að fá greiningu á því hvort einstaklingur er með þrengingar í mænugöngum þá fer læknir eða kírópraktor fyrst yfir sögu viðkomandi. Þar næst væru gerð ýmis líkamleg próf. Ef tilefni væri til þá væri tekin röntgenmynd þar sem hryggjarliðir eru skoðaðir og metið hvort um þrengingar í mænugöngum er að ræða eða ekki. Einnig er hægt að taka segulómmyndir sem sýna þá á annan hátt hvers eðlis þrengingin er og nákvæma staðsetningu innan mænuganganna.

Meðferðarúrræði eru ekki mörg, hefðbundnar meðferðir eru verkjalyf, sjúkraþjálfun og í verstu tilfellunum er skurðaðgerð framkvæmd. Óhefðbundnar meðferðir eru nálastungur og kírópraktík.
Í kírópraktík er notast við tækni sem kölluð er Cox Flexion Distraction. Hefur þessi tækni verið mikið rannsökuð og sýna þær rannsóknir að með þessari tegund af meðhöndlun er hægt að minnka verki, auka hreyfigetuna og styrkur í löppum hefur aukist.

Cox tæknin notar sérhannaðan bekk til meðhöndlunar þar sem hægt er að hreyfa og losa um spennuna í hryggnum. Hryggurinn er hreyfður, innan eðlilegra marka, í allar áttir og innan þolmarka viðkomandi einstaklings. Þetta er gert til að auka hreyfigetu stirðra einstaklinga og til að minnka þrýsting á brjósk og taugar.
Með þessari tækni hefur verið sýnt fram á útvíkkun á mænugöngum um allt að 28%. Þetta verður til þess að liðleiki eykst og verkir minnka.

Þegar búið er að meta ástand viðkomandi er lögð upp meðferðaráætlun. Meðferðarskiptin eru oftar í upphafi en svo er dregið úr þeim miðað við hvernig meðferð gengur. Búast má við að á fyrsta mánuðinum minnki verkir um allt að 30-50%. Þessi meðferð hefur einnig reynst vel við meðhöndlun á útbungunum á brjóski, brjósklosi, smáliðabólgu, hausverkjum og fleiru hvort sem það er í hálsi, brjóstbaki eða mjóbaki.

Forsíða
Um okkur
Liðsheildin
Sjúkraþjálfun
Meltingar- og næringarráðgjöf
Heilsufarsmælingar
Markþjálfun
Fræðsla
Námskeið
Umhverfisveikindi - Mygla - Efnaóþol
Hafa samband

Lyngháls 4                          (gengið inn bakatil)                  110 Reykjavík                          Sími: 565-5500 endurheimt@endurheimt.is

9:00-13:00 afgreiðslan opin 8:00–16:00 símsvörun