Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð
Meðferðin
Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð er afar milt meðferðarform þar sem unnið er með bandvef og himnukerfi líkamans. Meðferðaraðilinn notar létta snertingu sem leiðir til djúprar slökunar og losar um spennu og verki í líkamanum. Með því eykst orku- og vökvaflæði og vellíðan. Í meðferðinni geta komið upp bældar tilfinningar eftir ýmis áföll sem sitja í vefjum líkamans og vinn ég með þær í gegnum líkamsvitund án þess að fara í huglægt í áfallið. Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð hentar öllum vegna ýmissa kvilla, sem dæmi ungbarnakveisu, líkamsverkja, samgróninga, streitu, vefjagigtar, kulnunar ofl. en meðferðin styður sjálfsheilunarferli líkamans. Meðferðin tekur um klukkutíma.

Lyngháls 4 (gengið inn bakatil) 110 Reykjavík Sími: 565-5500 endurheimt@endurheimt.is
9:00-13:00 afgreiðslan opin 8:00–16:00 símsvörun

