Hjúpurinn 

30 mínútur af algjörri slökun. 

Meðferðin fer þannig fram að þú liggur á dýnu sem víbrar og veitir þér afslappandi nudd og opnar á sogæðaflæðið. 

Far, mid og NEAR infra rauðir geilsar umlykja þig og mýkja upp og opna á svitaholurnar þannig gott detox á sér stað.  Meðferðin hentar þeim vel sem eru með efnaóþol og tækið er lágt í EMF. 

Hægt er að velja ljósatherapíu samhliða, rauð, blá, græn og gul. Talið er að ljósin hafi góð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. 

Þessi meðferð er mjög góð ef þú ert að glíma við streitu í lífinu þínu og vilt kúpla þig út í algjörri vellíðan og slökun. 

Þú mætir með stórt handklæði með þér í tímann sem þú leggur á dýnuna, þú mátt búast við að svitna og gott er að drekka vel af vatni eftir meðferð. 

Meðferðin hefur jákvæð áhrif á: 

streitu 

afeitrun líkamans

bólgur

gigt

efnaóþol 

stoðkerfisverki 

sogæðakerfið