MEIRI ORKA, BÆTT MELING, BETRI SVEFN, BÆTT ANDLEG LÍÐAN, BREYTT LÍFSMYNSTUR

Endurheimtu orkuna, fjarnámskeið

MEIRI ORKA, BÆTT MELING, BETRI SVEFN, BÆTT ANDLEG LÍÐAN, BREYTT LÍFSMYNSTUR

Námskeiðið er hannað af Lindu Gunnarsdóttir lögg. Sjúkraþjálfara / Functional Medicine, eiganda Endurheimtar – Heilsumiðstöðar.

Eftir að hafa sjálf lent í umhverfisveikindum og mikilli streitu og FUNDIÐ LEIÐ til þess að ná bata þá var þetta heildstæða námskeið sett saman.

Námskeiðið fer fram á innra neti þar sem fræðsluefni er á myndböndum, hljóðupptökum og pdf skjölum. Einstaklega fallegt, notendavænt og auðvelt að fylgja eftir.

Stuðnings símtöl frá sjúkraþjálfara í hverri viku.

Námskeiðið er 6 vikur

VIKA 1 – Farið er vel yfir streitukerfi líkamans og leiðir til að minnka streitu.
VIKA 2 – Meltingin, þarmaflóran, sjálfsónæmissjúkdómar, hrein fæða.
VIKA 3 – Svefn og svefnvenjur, grunnur að góðri heilsu.
VIKA 4 – Umhverfisþættir sem hafa áhrif á heilsuna.
VIKA 5 – Djúpvöðvakerfið og bætt líkamsbeyting til að fyrirbyggja stoðkerfisverki.
VIKA 6 – Kennd er leið til að innleiða venjur áfram í daglegt líf.

INNIFALIÐ:

 • Vikuleg stuðningssímtöl við sjúkraþjálfara, persónuleg ráðgjöf.
 • Heimaæfingar, upptökur með útskýringum á íslensku.
 • Þú gerir æfingarnar eins og orkan leyfir. Smáforritið er einfalt í notkun og heldur vel utan um þínar æfingar og þinn árangur. Engin þörf er á því að fjárfesta í æfingarbúnaði, en ég býð þó uppá mismunandi erfiðleikastig af æfingum.
 • Uppskriftabók með matseðli og innkaupalista, fræðslumyndbönd og allar þær upplýsingum sem þú þarft á að halda varðandi bólguhemjandi mataræði.
 • Við förum yfir leiðir til að róa taugakerfið, minnka streitu og bæta svefnvenjur. Fjölmargar leiddar hugleiðlsur á innra netinu.
 • Dagsverkefni, fyrirlestrar, fróðleiksmolar, ráðleggingar með bætefni.
 • Opinn hugleiðslu tími alla föstudaga kl. 11:00. (ekki í boði vegna covid). Eftir tímann býð ég upp á lífrænt te og hreint súkkulaði. Þar gefst frábært tækifæri til að hitta þjálfarann og aðra sem eru á námskeiðum, bera saman bækur og miðla upplýsingum.
 • Þú verður partur af Endurheimtu Orkuna samfélaginu og færð stuðning frá þeim sem eru eða hafa verið á námskeiðinu. Ómetanlegt að getað deilt hugmyndum og ráðum, því öll viljum við það sama – bætta heilsu og hafa gaman!

Þetta námskeið er ekki hugsað sem skyndilausn, markmiðið er að auka þekkingu og byggja sterkan grunn svo að þú getir haldið áfram að sinna þinni heilsu ORKUMEIRI og VERKJAMINNI

Algengar spurningar

u

Hvenær byrjar næsta námskeið

Námskeið hefjast á mánudögum. Þú færð aðgang að námskeiðinu í síðasta lagi á sunnudeginum fyrir.
u

Hvaða árangri má búast við

 • Meiri orka
 • Minni verkir
 • Minni löngun í sætindi
 • Bætt melting
 • Nokkur kíló munu fjúka
 • Skýrari hugsun
 • Minni streita
 • Bættar svefnvenjur
 • Bætt andleg líðan
 • Minni uppþemba
 • Aukin meðvitund um val á hreinni fæðu og eiturefna
u

Ég er mjög orkulítil og verkjuð hvenær er best fyrir mig að hefja námskeiðið?

Ef þú hefur orku til þess að kíkja á innra netið í 5- 10 mín á dag þá er ekkert sem mælir gegn því að hefja námskeiðið. Ég set fyrir dagsverkefni á hverjum degi sem hjálpa þér að innleiða góðar venjur hægt og rólega. Þú velur þau verkefni sem henta þér á þeim stað sem þú ert í lífinu.

Það getur verið markmið hjá einum að innleiða eina venju á viku en hjá öðrum gæti það verið markmið að innleiða eina venju yfir allt tímabilið. Þú stjórnar hraðanum og ég styð þig í þínu ferli með persónulegri ráðgjöf.

u

Hvað taka dagsverkefnin langan tíma á hverjum degi?

Á hverjum degi í 36 daga set ég þér fyrir ákveðin dagsverkefni, þau eru hugsuð þannig að þú bætir inn góðum venjum hægt og rólega inn í líf þitt.

Á hverjum degi í 36 daga set ég þér fyrir ákveðin dagsverkefni, þau eru hugsuð þannig að þú bætir inn góðum venjum hægt og rólega inn í líf þitt. Verkefnin taka mislangan tíma en hugsunin er að þú getir gert dagsverkefnin þegar þér hentar yfir daginn. Dæmi um verkefni:

 

 • Byrjaðu daginn á að fá þér stórt vatnsglas
 • Stattu á öðrum fæti á meðan þú burstar tennurnar
 • Gerðu grindarbotnsæfingu á rauðu ljósi
 • Gerðu eitthvað í dag sem nærir þig
 • Farðu út í göngutúr
u

Ég vil ekki nota facebook, get ég verið með á námskeiðinu?

Ég býð öllum þeim sem taka þátt á námskeiðinu að vera með í lokuðu samfélagi á Facebook, þar myndast oft skemmtilegar umræður og það getur verið mikill stuðningur að leita ráða hjá þeim sem eru nú þegar á námskeiðinu. Ég svara kommentum eftir bestu getu og hvet alla til að taka þátt í umræðum. Ég er með “live”leikfimi tvisvar í viku inn á facebook hópnum. Ég mæli með að hafa aðgang en það er ekki skylda.

u

Þarf ég að fjárfesta í æfingarbúnaði til að geta byrjað námskeiðið?

Nei þú þarft ekki að fjárfesta í æfingarbúnaði þegar þú ert á námskeiði hjá mér. Ég hef tekið upp ótal æfingar með eigin líkamsþyngd en til þess að hafa fjölbreyttni í æfingunum þá býð ég líka upp á æfingar frá mér þar sem ég nota handlóð, teygju, bragga, lítinn og stóran bolta.

u

Fyrir hvern eru námskeiðin

Námskeiðið hentar öllum sem vilja fræðast um hreint matarræði, þarmaflóruna, streitustjórnun, bættar svefnvenjur, umhverfisþætti sem hafa áhrif á heilsuna okkar, og læra leiðir til að auka orkuna og bæta líkamsbeytingu með því að innleiða góðar venjur án allra öfga.

Ef þú upplifir eitt eða fleira að neðangreindum einkennum þá er þetta námskeið fyrir þig:

 

 • Lítil orka
 • Svefnleysi
 • Verkir og stirðleiki
 • Meltingarvandamál – uppþemba – niðurgangur – SIBO – IBS
 • Kvíði
 • Málstol
 • Minnisleysi
 • Heilsuvandamál tengd raka og myglu
 • Kulnun
 • Vefjagigt
 • Síþreyta
u

Er þetta námskeið eingöngu fyrir fólk sem er orkulítið?

Alls ekki, námskeiðið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að fræðast um þá þætti sem þarf að hafa í huga þegar heilsan er sett í fyrsta sætið. Fjallað er um bættar svefnvenjur, matarræði, þarmaflóruna, streitustjórnun, öndunaræfingar og hugleiðslu æfingar, eiturefni í umhverfinu og margt fleira.

Ég er með nokkur erfiðleikastig í æfingum í boði og henta því æfingarnar líka þeim sem eru með fulla orku. Ég býð upp á æfingarapp þar sem ég set upp persónulegt æfingarplan sem hentar hverjum og einum.

u

Ég er með stóra fjölskyldu, verður vesen fyrir mig að fylgja hreina matarræðinu?

Ég á sjálf tvö börn þannig ég veit að það getur reynst erfitt að vera á sérstöku matarræði ef fjölskyldan tekur ekki þátt.
Uppskriftirnar eru fjölbreyttar og ég hef þær eins fjölskylduvænar og hægt er.

u

Ég er vegan, get ég fylgt uppskriftunum þínum?

Uppskriftirnar eru ekki vegan en það eru nokkrir grænmetisréttir í uppskriftarbókinni.

u

Er dýrt að fylgja matarræðinu sem þú mælir með?

Það er dýrara að kaupa lífrænar vörur heldur en ólífrænar en ég mæli með að þú byrjir hægt og rólega að gera það að venju að velja frekar lífrænar vörur. Við förum vel yfir það á námskeiðinu hvaða vörur þú skalt strax velja lífrænar og hvaða vörur “er í lagi” að kaupa ólífrænar.
Ég hef sett upp vikumatseðil fyrir þig sem auðvelt er að fylgja og passa ég vel upp á að þú nýtir þau hráefni sem eru á listanum og að mataróun sé enginn. Ég kenni þér leiðir til þess að nota það sem þú átt í skápunum og í ísskápnum til að búa til ljúfengan mat úr afgöngum. Markmiðið er að nota fæðuna til þess að öðlast betri heilsu og fá meiri orku og því mæli ég með að elda frá grunni og að hafa fæðuna litríka og fallega.

u

Ég er óörugg að þetta námskeið sé það rétta fyrir mig

Ef þú ert ekki viss um að þetta sé rétta námskeiðið fyrir þig þá er velkomið að panta símaviðtal við mig þar sem ég hringi í þig og við förum betur yfir stöðuna. Ég get sannfært þig um að þú verður í góðum og öruggum höndum hjá mér og ég geri allt sem ég get til þess að námskeiðið passi þínum þörfum. Sendu mér tölvupóst á netfangið linda@lindagunn.is og ég hringi í þig.