Warning: is_readable(): open_basedir restriction in effect. File(/includes/fbwpml.php) is not within the allowed path(s): (/var/www/virtual/endurheimt.is/:/usr/share/php/:/var/www/helpers/:/dev/random:/dev/urandom) in /var/www/virtual/endurheimt.is/htdocs/wp-content/plugins/facebook-for-woocommerce/includes/Integrations/Integrations.php on line 61
Endurheimtu orkuna - Endurheimt

ENDURHEIMTU ORKUNA®

Hefst 16. ágúst

MEIRI ORKA, BÆTT MELTING, MINNI VERKIR 

Heildræn nálgun 

Aðgangur að innra neti

Veldu hóp sem hentar þér

Vellíðan

Hugarfar

Melting

Hreyfing

Umhverfið

Vellíðan

Hugarfar

Melting

Hreyfing

Umhverfið

Námskeiðið fer AÐ HLUTA fram á innra neti þar sem fræðsluefni er á myndböndum, hljóðupptökum og pdf skjölum. Einstaklega fallegt, notendavænt og auðvelt að fylgja eftir.

Innra netið:

VIKA 1 – Farið er vel yfir streitukerfi líkamans og leiðir til að minnka streitu.
VIKA 2 – Meltingin, þarmaflóran, sjálfsónæmissjúkdómar, hrein fæða.
VIKA 3 – Svefn og svefnvenjur, grunnur að góðri heilsu.
VIKA 4 – Umhverfisþættir sem hafa áhrif á heilsuna.
VIKA 5 – Djúpvöðvakerfið og bætt líkamsbeyting til að fyrirbyggja stoðkerfisverki.
VIKA 6 – Kennd er leið til að innleiða venjur áfram í daglegt líf.

Þú velur síðan þann hóp sem hentar þínum markmiðum

Tímarnir eru kenndir tvisvar í viku í 50-90 mín

Námskeiðin eru í
6 vikur

Hópar í boði

PHYSIO FITT

JOGA NIDRA

MJÚKT FLÆÐI

ÁFALLAMIÐAÐ JOGA
KARLA/KVENNA

STOÐKERFIS
LEIKFIMI

FJARÞJÁLFUN
VIKULEG SÍMTÖL

HÁMARK 10 í hverjum hópi

Þú verður partur af Endurheimtu Orkuna samfélaginu og færð stuðning frá þeim sem eru eða hafa verið á námskeiðinu. Ómetanlegt að getað deilt hugmyndum og ráðum, því öll viljum við það sama – bætta heilsu og hafa gaman!

Þetta námskeið er ekki hugsað sem skyndilausn, markmiðið er að auka þekkingu og byggja sterkan grunn svo að þú getir haldið áfram að sinna þinni heilsu ORKUMEIRI og VERKJAMINNI.

Allir hóparnir eru viðurkenndir sem meðferðarúrræði hjá VIRK starfsendurhæfingu, einnig taka flest stéttarfélög þátt í niðurgreiðslu á námskeiðunum.

Meðmæli

„Námskeiðið var mjög vel uppbyggt, góð blanda af fræðslu. Þjálfun og hugleiðslu. Linda hefur mikla ástríðu fyrir að láta skjólstæðingum sínum líða sem best og góð nærvera henna rog jafnframt því að vera full af frábærum fróðleik um hreyfingu og matarræði. Mæli með fyrir alla sem vilja breyta um lífsstíl.“
Katrín Kjartansdóttir Arndal

„Frábært námskeið, gerði mikið fyrir mig fer ég mikið meðvitaðari og jákvæðari út úr því. Ég hef prófað mörg námskeið en námskeiðið hjá Lindu stendur klárlega uppúr svo góð nærvera og góð orka sem hún hefur. Mæli 100% með!“
Guðlaug Pétursóttir

„Endurheimtu orkuna er sannarlega námskeið sem ég mæli með. Hvort sem er fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í hreyfingu eða eru lengra komnir, námskeiðið hæfir öllum og þú ræður ferðinni. Að tapa orkunni er ekkert grín en á námskeiðinu færðu fræðslu til að endurheimta hana. Stuðningurinn og fræðslan er mjög góð. Og það besta við þetta allt er að Linda talar af reynslu og er því skilningur hennar á að tapa orkunni einstakur. Takk Linda fyrir mig.“
Þóranna Halldórsdóttir

„Eftir einungis tveggja vikna þátttöku er ég strax farin að finna fyrir orku sem var komin í 0 hjá mér. Linda er fagleg, umhyggjusöm og hvetjandi.“
Maggý Hrönn Hermannsdóttir

„Ég er mjög ánægð með námskeiðið og hentar mjög vel þeim sem eru með vefjagigt“
Birgitta Rún Erlendsdóttir

„Ég fór á námskeiðið “Endurheimtu orkuna” hjá Lindu Gunn sjúkraþjálfara og það er æðislegt. Það bjargaði mjög miklu hjá mér að fara á það, bæði hjálpaði hún mér með æfingar til að vinna á slæmum verkjum og andlega var þetta algjörlega dásamlegt!  Linda er mjög þægileg í umgengni, róleg og yfirveguð. Ótrúlega hlý og skilningsrík. Hún veit alveg hvað hún er að segja og fræðslan hennar alveg nauðsynleg. Núna hálfu ári seinna nyti ég enn æfingarnar sem hún kenndi mér. Þær hafa hjálpað mér að halda mér á réttu róli líkamlega og andlega. Allt í allt, frábært námskeið, mæli innilega með því.“
Agnes Barkardóttir

Algengar spurningar

u

Hvaða árangri má búast við

 • Meiri orka
 • Minni verkir
 • Minni löngun í sætindi
 • Bætt melting
 • Nokkur kíló munu fjúka
 • Skýrari hugsun
 • Minni streita
 • Bættar svefnvenjur
 • Bætt andleg líðan
 • Minni uppþemba
 • Aukin meðvitund um val á hreinni fæðu og eiturefna
u

Ég er mjög orkulítil og verkjuð hvenær er best fyrir mig að hefja námskeiðið?

Ef þú hefur orku til þess að kíkja á innra netið í 5- 10 mín á dag þá er ekkert sem mælir gegn því að hefja námskeiðið. Ég set fyrir dagsverkefni á hverjum degi sem hjálpa þér að innleiða góðar venjur hægt og rólega. Þú velur þau verkefni sem henta þér á þeim stað sem þú ert í lífinu.

Það getur verið markmið hjá einum að innleiða eina venju á viku en hjá öðrum gæti það verið markmið að innleiða eina venju yfir allt tímabilið. Þú stjórnar hraðanum og ég styð þig í þínu ferli með persónulegri ráðgjöf.

u

Hvað taka dagsverkefnin langan tíma á hverjum degi?

Á hverjum degi í 36 daga set ég þér fyrir ákveðin dagsverkefni, þau eru hugsuð þannig að þú bætir inn góðum venjum hægt og rólega inn í líf þitt.

Á hverjum degi í 36 daga set ég þér fyrir ákveðin dagsverkefni, þau eru hugsuð þannig að þú bætir inn góðum venjum hægt og rólega inn í líf þitt. Verkefnin taka mislangan tíma en hugsunin er að þú getir gert dagsverkefnin þegar þér hentar yfir daginn. Dæmi um verkefni:

 

 • Byrjaðu daginn á að fá þér stórt vatnsglas
 • Stattu á öðrum fæti á meðan þú burstar tennurnar
 • Gerðu grindarbotnsæfingu á rauðu ljósi
 • Gerðu eitthvað í dag sem nærir þig
 • Farðu út í göngutúr
u

Ég vil ekki nota facebook, get ég verið með á námskeiðinu?

Ég býð öllum þeim sem taka þátt á námskeiðinu að vera með í lokuðu samfélagi á Facebook, þar myndast oft skemmtilegar umræður og það getur verið mikill stuðningur að leita ráða hjá þeim sem eru nú þegar á námskeiðinu. Ég svara kommentum eftir bestu getu og hvet alla til að taka þátt í umræðum. Ég er með “live”leikfimi tvisvar í viku inn á facebook hópnum. Ég mæli með að hafa aðgang en það er ekki skylda.

u

Þarf ég að fjárfesta í æfingarbúnaði til að geta byrjað námskeiðið?

Nei þú þarft ekki að fjárfesta í æfingarbúnaði þegar þú ert á námskeiði hjá mér. Ég hef tekið upp ótal æfingar með eigin líkamsþyngd en til þess að hafa fjölbreyttni í æfingunum þá býð ég líka upp á æfingar frá mér þar sem ég nota handlóð, teygju, bragga, lítinn og stóran bolta.

u

Fyrir hvern eru námskeiðin

Námskeiðið hentar öllum sem vilja fræðast um hreint matarræði, þarmaflóruna, streitustjórnun, bættar svefnvenjur, umhverfisþætti sem hafa áhrif á heilsuna okkar, og læra leiðir til að auka orkuna og bæta líkamsbeytingu með því að innleiða góðar venjur án allra öfga.

Ef þú upplifir eitt eða fleira að neðangreindum einkennum þá er þetta námskeið fyrir þig:

 

 • Lítil orka
 • Svefnleysi
 • Verkir og stirðleiki
 • Meltingarvandamál – uppþemba – niðurgangur – SIBO – IBS
 • Kvíði
 • Málstol
 • Minnisleysi
 • Heilsuvandamál tengd raka og myglu
 • Kulnun
 • Vefjagigt
 • Síþreyta
u

Er þetta námskeið eingöngu fyrir fólk sem er orkulítið?

Alls ekki, námskeiðið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að fræðast um þá þætti sem þarf að hafa í huga þegar heilsan er sett í fyrsta sætið. Fjallað er um bættar svefnvenjur, matarræði, þarmaflóruna, streitustjórnun, öndunaræfingar og hugleiðslu æfingar, eiturefni í umhverfinu og margt fleira.

Ég er með nokkur erfiðleikastig í æfingum í boði og henta því æfingarnar líka þeim sem eru með fulla orku. Ég býð upp á æfingarapp þar sem ég set upp persónulegt æfingarplan sem hentar hverjum og einum.

u

Ég er með stóra fjölskyldu, verður vesen fyrir mig að fylgja hreina matarræðinu?

Ég á sjálf tvö börn þannig ég veit að það getur reynst erfitt að vera á sérstöku matarræði ef fjölskyldan tekur ekki þátt.
Uppskriftirnar eru fjölbreyttar og ég hef þær eins fjölskylduvænar og hægt er.

u

Ég er vegan, get ég fylgt uppskriftunum þínum?

Uppskriftirnar eru ekki vegan en það eru nokkrir grænmetisréttir í uppskriftarbókinni.

u

Er dýrt að fylgja matarræðinu sem þú mælir með?

Það er dýrara að kaupa lífrænar vörur heldur en ólífrænar en ég mæli með að þú byrjir hægt og rólega að gera það að venju að velja frekar lífrænar vörur. Við förum vel yfir það á námskeiðinu hvaða vörur þú skalt strax velja lífrænar og hvaða vörur “er í lagi” að kaupa ólífrænar.
Ég hef sett upp vikumatseðil fyrir þig sem auðvelt er að fylgja og passa ég vel upp á að þú nýtir þau hráefni sem eru á listanum og að mataróun sé enginn. Ég kenni þér leiðir til þess að nota það sem þú átt í skápunum og í ísskápnum til að búa til ljúfengan mat úr afgöngum. Markmiðið er að nota fæðuna til þess að öðlast betri heilsu og fá meiri orku og því mæli ég með að elda frá grunni og að hafa fæðuna litríka og fallega.

u

Ég er óörugg(UR) að þetta námskeið sé það rétta fyrir mig

Ef þú ert ekki viss um að þetta sé rétta námskeiðið fyrir þig þá er velkomið að panta símaviðtal við mig þar sem ég hringi í þig og við förum betur yfir stöðuna. Ég get sannfært þig um að þú verður í góðum og öruggum höndum hjá mér og ég geri allt sem ég get til þess að námskeiðið passi þínum þörfum. Sendu mér tölvupóst á netfangið linda@endurheimt.is og ég hringi í þig.