
ENDURHEIMTU ORKUNA® eru 8 vikna heildræn námskeið sem eru hönnuð af sjúkraþjálfara.
Veldu hóp sem hentar þér!
ÁFALLAMIÐAÐ JOGA
KVENNA HÓPUR
Veldu þenna hóp ef þú vilt iðkja jógaæfingar og fara inná við í öruggu umhverfi.
STOÐKERFIS
LEIKFIMI
Veldu þenna hóp ef þú vilt auka þol, styrk og endurheimt í tímum sem enda á leiddri slökun.
INNIFALIÐ MEÐ ÖLLUM HÓPUM
Auk hóptímans færðu aðgang að glæsilegu innra neti þar sem veglegur fræðslu- og stuðningspakki hefur verið settur saman fyrir þig til þess að styðja þig í átt að bættri orku, minni verkjum og bættri meltingu!
VIKA 1 – Farið er vel yfir streitukerfi líkamans og leiðir til þess að minna streitu
VIKA 2 – Farið er yfir tengsl mataræðis og líðan. Kenndar leiðir til að tileinka sér strax.
VIKA 3 – Svefn er grunnur að heilsunni, kenndar eru árangurríkar og einfaldar leiðir til að bæta svefn
VIKA 4 – Kenndar eru leiðir til þekkja umhverfið sitt betur, vanda valið td á matvælum, snyrtivörum.
VIKA 5 – Farið er yfir bætta líkamsbeytingu, og kenndar leiðir til að fyrirbyggja álagsmeiðsl og verki.
VIKA 6 – Kenndar eru leiðir til þess að halda áfram að innleiða og halda góðum venjum.
Fræðslan á innra netinu er í formi fyrirlestra, myndbanda, pdf skjala, og hljóðupptaka.
Innra netið er sett upp á notendavænan og einfaldan máta og engin þörf á að vera vanur tölvuiðkandi. Hægt er að nálgast allt efni í tölvu, spjaldtölvu og síma.
Þú færð einnig aðgang að lokuðum facebook hóp með stuðningi frá þeim sem sækja námskeiðið og reglulegum fræðslumolum og peppi frá þjálfara.

Dagsverkefni til að innleiða góðar venjur
Heimaæfingar og hugleiðslur
Fyrirlestrar og fræðslumolar
Uppskriftabók með vikumatseðli og innkaupalista
Ef þig dreymir um AUKNA ORKU, MINNI VERKI OG BÆTTA MELTINGU þá er ENDURHEIMTU ORKUNA® fyrir þig!
Heildræn nálgun

Vellíðan

Hugarfar

Melting

Hreyfing

Umhverfið
Meðmæli
…sjáðu fyrir þér að eftir 8 vikur verðir þú orkumeiri, glaðari, léttari á þér, með minni verki, meiri kynorku, betri meltingu og bættan svefn!
Þetta eru aðeins brot af þeim jákvæðu breytingum sem fyrrum þátttakendur hafa upplifað eftir að hafa fylgt einföldum og árangursríku skrefum sem kenndar eru á námskeiðunum.
Þú einfaldlega velur hóptíma sem hentar þér sem þú fylgir næstu 8 vikurnar og færð í kjölfarið aðgang að glæsilegu innra neti með mikilli fræðslu og daglegum stuðning.
Við hjá Endurheimt verðum til staðar fyrir þig allan námskeiðs tímann og mætum þér á þeim stað sem þú ert, Linda Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari, með Functional Medicine menntun og eigandi Endurheimtar hefur þróað þetta námskeið í tæp 6 ár með það í huga að einfalda þér lífið til þess að þú getir náð árangri hratt.
Námskeiðið hentar þér mjög vel ef þú ert orkulítil(l), með stoðkerfisverki, meltingartruflanir, svefnvandarmál eða ert að jafna þig eftir myglu veikindi. Námskeiðið hentar þér ef þú vilt kafa dýpra inn í heilbrigðan lífsstíl og byrja að tileinka þér jákvæðar og heilbrigðar venjur með góðri og faglegri aðstoð.
JÁ TAKK!
Ef þú ert tilbúin(n) að hefja nýjan kafla í lífinu þínu, með minni streitu og fleiri verkfærum til þess að takast á við áskoranir lífsins skaltu ekki hika við að skrá þig!
Við hlökkum til þess að taka á móti þér!
Ég vil…
…bætta orku.
…minni verki.
…bætta meltingu.
…betri svefn.
…meiri kynlöngun.
…hafa orku fyrir áhugamálin mín.
…getað leikið mér með börnum og barnabörnum.
…læra á líkamann minn.
…læra á styrkleika mína.
…fá faglega og einstaklingsmiðaða nálgun.
…fá ráðleggingar frá manneskju sem hefur misst heilsuna og náð upp orkunni aftur!
Algengar spurningar
Hvaða árangri má búast við
- Meiri orka
- Minni verkir
- Minni löngun í sætindi
- Bætt melting
- Nokkur kíló munu fjúka
- Skýrari hugsun
- Minni streita
- Bættar svefnvenjur
- Bætt andleg líðan
- Minni uppþemba
- Aukin meðvitund um val á hreinni fæðu og eiturefna
Ég er mjög orkulítil og verkjuð hvenær er best fyrir mig að hefja námskeiðið?
Ef þú hefur orku til þess að kíkja á innra netið í 5- 10 mín á dag þá er ekkert sem mælir gegn því að hefja námskeiðið. Ég set fyrir dagsverkefni á hverjum degi sem hjálpa þér að innleiða góðar venjur hægt og rólega. Þú velur þau verkefni sem henta þér á þeim stað sem þú ert í lífinu.
Það getur verið markmið hjá einum að innleiða eina venju á viku en hjá öðrum gæti það verið markmið að innleiða eina venju yfir allt tímabilið. Þú stjórnar hraðanum og ég styð þig í þínu ferli með persónulegri ráðgjöf.
Hvað taka dagsverkefnin langan tíma á hverjum degi?
Á hverjum degi í 36 daga set ég þér fyrir ákveðin dagsverkefni, þau eru hugsuð þannig að þú bætir inn góðum venjum hægt og rólega inn í líf þitt.
Á hverjum degi í 36 daga set ég þér fyrir ákveðin dagsverkefni, þau eru hugsuð þannig að þú bætir inn góðum venjum hægt og rólega inn í líf þitt. Verkefnin taka mislangan tíma en hugsunin er að þú getir gert dagsverkefnin þegar þér hentar yfir daginn. Dæmi um verkefni:
- Byrjaðu daginn á að fá þér stórt vatnsglas
- Stattu á öðrum fæti á meðan þú burstar tennurnar
- Gerðu grindarbotnsæfingu á rauðu ljósi
- Gerðu eitthvað í dag sem nærir þig
- Farðu út í göngutúr
Ég vil ekki nota facebook, get ég verið með á námskeiðinu?
Ég býð öllum þeim sem taka þátt á námskeiðinu að vera með í lokuðu samfélagi á Facebook, þar myndast oft skemmtilegar umræður og það getur verið mikill stuðningur að leita ráða hjá þeim sem eru nú þegar á námskeiðinu. Ég svara kommentum eftir bestu getu og hvet alla til að taka þátt í umræðum. Ég er með “live”leikfimi tvisvar í viku inn á facebook hópnum. Ég mæli með að hafa aðgang en það er ekki skylda.
Þarf ég að fjárfesta í æfingarbúnaði til að geta byrjað námskeiðið?
Nei þú þarft ekki að fjárfesta í æfingarbúnaði þegar þú ert á námskeiði hjá mér. Ég hef tekið upp ótal æfingar með eigin líkamsþyngd en til þess að hafa fjölbreyttni í æfingunum þá býð ég líka upp á æfingar frá mér þar sem ég nota handlóð, teygju, bragga, lítinn og stóran bolta.
Fyrir hvern eru námskeiðin
Námskeiðið hentar öllum sem vilja fræðast um hreint matarræði, þarmaflóruna, streitustjórnun, bættar svefnvenjur, umhverfisþætti sem hafa áhrif á heilsuna okkar, og læra leiðir til að auka orkuna og bæta líkamsbeytingu með því að innleiða góðar venjur án allra öfga.
Ef þú upplifir eitt eða fleira að neðangreindum einkennum þá er þetta námskeið fyrir þig:
- Lítil orka
- Svefnleysi
- Verkir og stirðleiki
- Meltingarvandamál – uppþemba – niðurgangur – SIBO – IBS
- Kvíði
- Málstol
- Minnisleysi
- Heilsuvandamál tengd raka og myglu
- Kulnun
- Vefjagigt
- Síþreyta
Er þetta námskeið eingöngu fyrir fólk sem er orkulítið?
Alls ekki, námskeiðið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að fræðast um þá þætti sem þarf að hafa í huga þegar heilsan er sett í fyrsta sætið. Fjallað er um bættar svefnvenjur, matarræði, þarmaflóruna, streitustjórnun, öndunaræfingar og hugleiðslu æfingar, eiturefni í umhverfinu og margt fleira.
Ég er með nokkur erfiðleikastig í æfingum í boði og henta því æfingarnar líka þeim sem eru með fulla orku. Ég býð upp á æfingarapp þar sem ég set upp persónulegt æfingarplan sem hentar hverjum og einum.
Ég er með stóra fjölskyldu, verður vesen fyrir mig að fylgja hreina matarræðinu?
Ég á sjálf tvö börn þannig ég veit að það getur reynst erfitt að vera á sérstöku matarræði ef fjölskyldan tekur ekki þátt.
Uppskriftirnar eru fjölbreyttar og ég hef þær eins fjölskylduvænar og hægt er.
Ég er vegan, get ég fylgt uppskriftunum þínum?
Uppskriftirnar eru ekki vegan en það eru nokkrir grænmetisréttir í uppskriftarbókinni.
Er dýrt að fylgja matarræðinu sem þú mælir með?
Það er dýrara að kaupa lífrænar vörur heldur en ólífrænar en ég mæli með að þú byrjir hægt og rólega að gera það að venju að velja frekar lífrænar vörur. Við förum vel yfir það á námskeiðinu hvaða vörur þú skalt strax velja lífrænar og hvaða vörur “er í lagi” að kaupa ólífrænar.
Ég hef sett upp vikumatseðil fyrir þig sem auðvelt er að fylgja og passa ég vel upp á að þú nýtir þau hráefni sem eru á listanum og að mataróun sé enginn. Ég kenni þér leiðir til þess að nota það sem þú átt í skápunum og í ísskápnum til að búa til ljúfengan mat úr afgöngum. Markmiðið er að nota fæðuna til þess að öðlast betri heilsu og fá meiri orku og því mæli ég með að elda frá grunni og að hafa fæðuna litríka og fallega.
Ég er óörugg(UR) að þetta námskeið sé það rétta fyrir mig
Ef þú ert ekki viss um að þetta sé rétta námskeiðið fyrir þig þá er velkomið að panta símaviðtal við mig þar sem ég hringi í þig og við förum betur yfir stöðuna. Ég get sannfært þig um að þú verður í góðum og öruggum höndum hjá mér og ég geri allt sem ég get til þess að námskeiðið passi þínum þörfum. Sendu mér tölvupóst á netfangið linda@endurheimt.is og ég hringi í þig.

Lyngháls 4 (gengið inn bakatil) 110 Reykjavík Sími: 565-5500 endurheimt@endurheimt.is
9:00-13:00 afgreiðslan opin 8:00–16:00 símsvörun

