FUNCTIONAL MEDICINE

Einstaklingsmiðuð ráðgjöf

hormTil þess að geta virkilega greint rót vandans þarf að huga að mörgum þáttum s.s genum, lífstíls, lifnaðarhátta, umhverfisþáttum sem hafa áhrif á heilsuna. 

 Functional medicine meðferðaraðilar horfa á líkamann sem eina heild, genasamsetningu einstaklingsins, lífshátta og umhverfisþátta.

 Meðferðaraðilar leitast við að finna og vinna með rót vandans en ekki plástra á einkennin.

Unnið er með líkamann sem eina heild, ef eitt kerfi vinnur ekki rétt þá hefur það áhrif á allan líkamann. Við getum hugsað þetta eins og mörg tannhjól sem vinna saman, ef eitt bilar þá stoppa öll tannhjólin líka.

Fyrir hvern er þessi meðferð?

Þessi meðferð er fyrir alla þá sem eru orðnir leiðir á að láta plástra á einkennin sín og eru tilbúnir að horfast í augu við það að þurfa að gera breytingar á lífsvenjum.

Allt frá því að minnka streitu í lífinu, breyta mataræðinu, bæta inn hóflegri hreyfingu ef við á, leiðrétta hormónatruflanir, og bæta svefngæði. 

í fyrsta viðtali er farið ýtarlega yfir heilsufarssögu með áherslu á heildræna nálgun þar sem farið er yfir matarræði, meltinguna, hreyfingu, svefnvenjur, streitu og fl.​

 

 • Ert þú orkulaus?
 • Finnst þér þú vera að eldast hratt?
 • Áttu erfitt með að léttast þrátt fyrir gott matarræði og hreyfingu?
 • Ertu með vöðvabólgu/ liðverki eða spennu í líkamanum?
 • Ertu með meltingarvandamál?
 • Ertu með gigt og bólgusjúkdóma?
 • Ertu með fæðuóþol?
 • Finnuru fyrir depurð eða átt erfitt með að einbeita þér og muna hluti?
 • Ertu oftar lasin en vanalega og ertu lengur að ná þér?

 

Ég vinn í samskiptum við danska rannsóknarstofu – Nordic laboratories sem útvegar mér og mínum skjólstæðingum hágæða heimapróf ef þörf þykir. 

Út frá ýtarlegri heilsufarssögu gæti ég ráðlagt að pantað yrði test að utan til þess að komast að rót vandans. 

Þau test sem algengt er að ég styðjist við eru DNA health test, hormóna test, hægðartest, SIBO test, óþolstest. 

 

Hér koma upplýsingar um DNA testin sem er einkar áhugaverð til þess að kynnast sínum genum og læra hvernig hægt er að fyrirbyggja veikindi. Þú færð ekki einstaklings miðaðri greiningu.

 

 • Það er bæði einfalt og árangursríkt að fara í DNA greiningu
 • Þú færð sent próf til þín sem einfalt er að taka (þú færð sendar ýtarlegar leiðbeiningar)
 • Þú sendir testið út á rannsóknarstofun Nordic laboratories (innifalið í verði)
 • Niðurstöður liggja fyrir innan 3-4 vikna
 • Meðferðaraðili setur upp ýtarlega heilsufars handbók með öllum þínum (ath ekki innifalið í upphafs viðtali)
 • Þú færð leiðbeiningar út frá þínum genum með rétta fæðu, bætiefni, æfingar og margt fleira

 

DNA HEALTH
Ef þú veist að það sé til dæmis saga um viss krabbamein eða hjartasjukdóma í fjölskyldunni þinni þá er einfalt að taka DNA health próf og athuga hvort þú berir stökkbreytt gen sem geta þróaðst út í þessa sjúkdóma. Með lifnaðarháttum getum við haft stjórna á þessum genum og hindrað það að neikvæð tjáning genanna eigi sér stað.

 

DNA DIET
Ertu orðin þreytt á að vera í átaki eða megrun og ert komin í marga hringi með það hvaða matarræði hentar þér best?
Einfalt DNA diet próf segir þér nákvamlega hvaða matarræði hentar þér best, hvað þú átt að forðast og hvað þú þarft að gera til að halda kjörþyngd og minnka líkur á lífstílstengdum sjúkdómum.

 

DNA SPORT
Viltu ná langt í þinni íþróttagrein?
Stefnir þú alla leið?
Með DNA sport prófinu færðu allar þær upplýsingar sem þú þarft til að ná alla leið, hvenar dags áttu að æfa, á hvaða álagi er best að æfa, hvernig er þín endurheimt og hversu mikið er gott fyrir þig að æfa.

 

Ég er viðurkenndur DNA life meðferðaraðli, út frá DNA testi er útbúin ýtarleg heilsufarsskýrsla sem útskýrir nákvamlega hver næstu skref verða í meðferð. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Verð:

Fyrsti tími : 60 mín, innifalið er námskeiðið Bætt melting – einstök heilsa (verðmæti 11.900kr) 24.900 kr 

Endurkoma:

30 mín 9.900kr

 

Athugið að greitt er sérstaklega fyrir próf séu þau pöntuð.

Linda Gunnarsdóttir
Lögg. sjúkraþjálfari og Functional Medicine
linda(hjá)endurheimt.is