CIRS meðferðarhópur

Hópnámskeið fyrir þá sem hafa veikst vegna myglu.Mikil fræðsla og stuðningur hvernig ná skal heilsu eftir slík veikindi. Meðferðin er byggð á sannreyndum.

Næsti hópur fer af stað þann…

CIRS stendur fyrir Chronic inflammation response syndrome sem á íslensku gæti þýðst sem krónísk bólguviðbrögð.

Una Emilsdóttir læknir, Guðfinna Halldórsdóttir heilbrigðisverkfræðingur og Linda Gunnarsdóttir lögg. sjúkraþjálfari og eigandi Endurheimtar hafa þróað þetta meðferðarúrræði síðastliðið ár.

Það er mikilvægt að þú sért að fullu meðvituð/meðvitaður um hvað þátttaka í meðferðinni felur í sér.  Einnig er mikilvægt að þú óskir eingöngu eftir þátttöku ef þú ert tilbúin(n) að vinna vinnuna, finnur að þetta sé rétti tíminn fyrir þig og að þú hafir rými til að sinna meðferðinni.


Eftirfarandi atriði eru lykilþættir til þess að þú fáir sem mest út úr meðferðinni:

  1. Þú þarft að vera komin í hreint umhverfi, Þ.e að búa ekki né vinna í því umverfi sem gerði þig veika(nn).
  2. Þú þarft að vera tilbúin(n) að gera lífsstílsbreytingar varðandi m.a mataræði, streitulosun og svefnvenjur.
  3. Mjög mikilvægur þáttur af meðferðinni er að taka ákveðin bætiefni til þess að líkaminn nái að losa sig við óæskileg efni og til uppbyggingar.

Settir hafa verið upp þrír bætiefnapakkar sem mælt er með á mismunandi stigum meðferðarinnar. Hver bætiefnapakki kostar á bilinu 35-40 þúsund.

  1. Þú þarft að vera meðvituð/aður að þetta er langtíma meðferð og má áætla að meðferðin taki um ár en það fer að sjálfsögðu eftir því hvar þú ert í ferlinu.
  2. Um er að ræða hópmeðferð, það er á þinni ábyrgð að óska eftir einstaklingsmiðaðri nálgun ef þér þykir þörf á. Hægt er að bóka tíma hjá Lindu sjúkraþjálfara í einstaklingsráðgjöf og greitt er aukalega fyrir það.
  3. Fyrstu 6 vikurnar hittumst við einu sinni í viku í 60.mín í senn. Þú þarft að vera með virka beiðni til sjúkraþjálfara meðferðis í fyrsta tímann. Þeir tímar eru teknir af beiðninni sem hóptími (hóptímagjaldlið). Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í að niðurgreiða þann gjaldlið en mikilvægt er að kanna þína stöðu innan SÍ og athuga hvort annar kostnaður bætist ofaná ef þú ert ekki núþegar komin(n) á fullan afslátt.

Við viljum ítreka þessa mikilvægu þætti til þess að þér verði ljóst frá upphafi að meðferðin krefst mikillar sjálfsvinnu.

Dagskrá fyrstu 6 vikurnar

Tímarnir eru kenndir í Endurheimt Heilsumiðstöð

Klukkan: 13:00-13:50

24. ágúst
Kynning á meðferð – sérhæfð bætiefni kynnt – farið yfir meðferðar protocol

31. ágúst
Fræðsla: Streita og leiðir til að minnka streitu

7. sept.
Fræðsla: Meltingin og ónæmiskerfið –  bólguhemjandi mataræði

14. sept.
Fræðsla: Umhverfisþættir sem hafa skaðleg áhrif,

21. sept.
Fræðsla: Leiðir til að minnka verki heima fyrir, Líkamsbeiting og verkjastilling

21. sept.
Fræðsla

Allir tímarnir enda á leiddri slökun.

Sjúkraþjálfun

Meltingar- og næringarráðgjöf

Umhverfisveikindi - Mygla - Efnaóþol

Greining á líkamssamsetningu

Markþjálfun

Vacumed

Vacumed - Hendur

Safe and sound protocol

Líkamsmiðuð sálræn meðferð

Infra-rauð meðferð

Gong og tónheilun

Hjúpurinn


Lyngháls 4 (gengið inn bakatil)
110 Reykjavík
Sími 565 5500
endurheimt@endurheimt.is

Opnunartímar
Afgreiðslan opin kl. 9:00-16:00
Símsvörun kl. 8:00–16:00