Alma Árnadóttir

Alma J. Árnadóttir
ACC vottaður markþjálfi
https://www.alma.is

Sem gæðavottaður markþjálfi býð ég upp á eflandi einkasamtöl sem geta aðstoðað þig við að taka réttar ákvarðanir fyrir sjálfa/n þig. Ég hjálpa þér að finna hvar drifkrafturinn liggur, að uppgötva nýjar leiðir, taka stefnu og ná settum markmiðum. Það geri ég með hvetjandi nærveru, virkri hlustun, speglun á tjáningu þína og kröftugum opnum spurningum út frá því sem ég verð áskynja í samtalinu.
Að loknu samtali geri ég ráð fyrir að þú hafir bæði verkefni og verkfæri í höndunum til að stíga skref í átt að settu marki.

 

 • ACC gæðavottaður markþjálfi frá ICF, International Coach Federation
 • Löggiltur grafískur hönnuður
 • Námskeið í Fjarþjónustu fagaðila hjá Símenntun Háskólans á Akureyri
 • Ótal lengri og skemmri námskeið og diplómur sem nýtast í skapandi vinnu þar sem einstaklingurinn er í forgrunni

Um Markþjálfun:

Markþjálfun er viðurkennd framfaradrifin samtalsaðferð sem hefur það að markmiði að laða fram skýra sýn á viðfangsefni einstaklingsins með svörum eða lausnum sem hann kemur ekki auga á óstuddur en búa með honum sjálfum.

Með hvetjandi aðferðum markþjálfunar má öðlast þá hugarfarsbreytingu og úthald sem þarf til að komast yfir hindranir og ná upp stöðugri virkni sem leiðir að þeirri útkomu sem vilji er fyrir og stefnt er að.
Í markþjálfun má gera ráð fyrir persónulegum vexti og aukinni vitund um eigin styrkleika sem leiðir til bættrar sjálfsmyndar og meiri lífsgæða. Í markþjálfun er unnið með nútíð og framtíð þar sem einstaklingurinn ræður sjálfur ferðinni.

10 brýnar ástæður til að fara í markþjálfun:

 • Það er gjá á milli lífsins sem þú þráir og þess sem þú lifir því það sem þú gerir leiðir þig ekki að þeirri útkomu sem þú vilt fá.
 • Þér finnst þú geta gert betur og eiga betra skilið en skortir úthald eða veist ekki hvar á að bera niður.
  Þig skortir drifkraft og finnur ekki tilganginn.
 • Þú setur meiri orku í að hugsa um það sem þú vilt forðast en að beina athyglinni að því sem þú vilt öðlast.
 • Þú þekkir ekki eða nýtir ekki styrkleika þína til aukinna lífsgæða og hamingju.
 • Álit eða kröfur annarra skipta þig meira máli en þínar eigin.
 • Þú hefur ekki stjórn á aðstæðum og finnur ekki þína leið.
 • Þig skortir kjark til að aðhafast og standa á þínu.
 • Þig vantar hvatningu og aðhald.
 • Þú sérð ekki drauminn fyrir hindrunum.